Bullið í Trump og pólitík Sanders

Með vaxandi áhuga hef ég fylgst með aðdraganda forkosninganna stóru flokkanna í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna, Republikana og Demókrata. Raunar hefur mér oft þótt lítill munur á þeim miðað við íslenskan eða jafnvel evrópskan raunveruleika. Nú bregður hins vegar svo við að tveir frambjóðendur gera leikinn mun skemmtilegri en ella, það er ef skemmtun má kalla. Sá sem þetta ritar hefur gaman af stjórnmálum en telur þau hins vegar mikið alvörumál þó hægt sé að hafa ýmislegt í flimmtingum.

Donald Trump kemur mér fyrir sjónir sem skrýtinn maður, hann er ábyggilega greindur en er margt sem hann hefur látið hafa eftir sér ekki svo ýkja gáfulegt. Í Bandaríkjunum er fylgst með hverju orði sem frambjóðendur láta frá sér fara.

Hér er um nokkur ummæli sem höfð eru eftir Donald Trump:Donald-Trump-Making-Smug-Face

“Ariana Huffington is unattractive, both inside and out. I fully understand why her former husband left her for a man – he made a good decision.”

“I will build a great wall – and nobody builds walls better than me, believe me – and I’ll build them very inexpensively. I will build a great, great wall on our southern border, and I will make Mexico pay for that wall. Mark my words.”

“The beauty of me is that I’m very rich.”

“It’s freezing and snowing in New York – we need global warming!”

“I think the only difference between me and the other candidates is that I’m more honest and my women are more beautiful.” 

Þetta er nú bara örlítið brot af því sem maðurinn segir. Verð að segja eins og er að svona frambjóðandi vekur ekki áhuga.

Þegar litið er á „heimskuleg“ ummæli Bernie Sanders er allt annað uppi á tengingnum. Síst af öllu er hann vændur um greindarskort. Það sem honum er hins vegar lagt til lasts byggist á stjórnmálaskoðunum hans og auðvitað eru margir með andstæðar skoðanir. Dæmi um ummæli sem fjölmargir gagnrýna er eftirfarandi:Bernie

“A nation will not survive morally or economically when so few have so much while so many have so little. We need a tax system which asks the billionaire class to pay its fair share of taxes and which reduces the obscene degree of wealth inequality in America”

“Education should be a right, not a privilege. We need a revolution in the way that the United States funds higher education.”

“Social Security is a promise that we cannot and must not break.”

“Meanwhile, as the rich become much richer, the level of income and wealth inequality has reached obscene and unimaginable levels. In the United States, we have the most unequal level of wealth and income distribution of any major country on Earth, and it’s worse now then at any other time since the 1920s.”

“We must transform our energy system away from fossil fuels and into energy efficiency and sustainable energies.”

Bernie Sanders er hrukkóttur karl, lotinn í herðum og hefur fjarri því sama sjónvarpsþokka og aðrir fjöldaframleiddir forsetaframbjóðendur. Engu að síður leggur maður við eyrun þegar hann talar og ... það sem meira er, maður er bara nokkuð sammála.

Sanders segist vera „democratic socialist“ aðrir segja hann vera „social democrat“. Á þessu tvennu er talsverður munur. Hann er kapítalisti og styður ekki ríkiseign fyrirtækja og hefur síst af öllu lagst gegn einkaframtakinu. Munurinn á þessu er án efa að stjórnmálin í Bandaríkjunum sem um flest eru ólík þeim hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Stundum er það beinlínis fyndið þegar jafnaðarmenn hér á landi telja sig eiga eitthvað sameiginlegt með bandaríska Demókrataflokknum og jafna Sjálfstæðisflokknum við Republikana. Hvort tveggja er fjarri öllum raunveruleika. 

Bernie Sanders styður heilbrigðiskerfi eins og það er byggt upp hér á landi, menntakerfi og fleira. Rétt eins og ég og aðrir Sjálfstæðismenn og höfuð hingað til ekki verið kallaðir sósíalistar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki dæmigert fyrir Ísland, Sigurður: að frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn lýsi sig "nokkuð sammála" þeim, sem helzt er kallaður sósíalisti meðal frambjóðenda í Bandaríkjunum?

 

En það sameinar líka Sanders og vinstri mennina á Íslandi, að þeir bregðast við sem efnishyggjumenn gegn kristnum gildum, og á því sviði eru forseta-frambjóðendur demókrata hreint afleitir að mínum dómi, sbr. hér:  Vonandi verður bandalag Clinton og Sanders til þess að ryðja lífsverndarstefnu braut í Bandaríkjunum

 

Svo eru vitaskuld betri kostir í boði á Repúblikana-vængnum heldur en Donald Trump, sjá þessa grein mína á Krist.bloggi:  Ted Cruz: bráðgreindur frambjóðandi Repúblikana, góður kostur lífsverndarsinna

 

Jón Valur Jensson, 6.2.2016 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband