Hver var þessi Johann Sebastia Bach?

Bach

Í matarboði í fyrrakvöld var talsvert rætt um menntun og minni. Þá rifjaði ég upp þegar bandarískur yfirmaður eiginkonu minnar fyrir nær aldarfjórðungi gat flaggað meistaragráðu í viðskiptafræði, en þegar talið barst að tónskáldi að nafni J.S. Bach hafði hann ekki hugmynd um hver það var. Fyrir mér er slíkur maður ómenntaður.

Þetta skrifar Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari, í Ljósvaka Morgunblaðs dagsins.

Þegar öllu er á botninn hvolft er spurningin þessi: Hvað er menntun?

Flestir minnast kennslustunda í skóla sem þeim þótti algjör tímaeyðsla. Hversu oft var ekki sagt: Sko, ég á aldrei eftir að hafa neitt gagn af þessu. Án efa var átt efa við dönsku, sagnfræði,, líffræði, stærðfræði og líklega öll fög sem kennd voru.

Ungt fólk veit fátt en þegar aldurinn færist yfir uppgötva flestir hversu þekking þeirra er í raun og veru lítil. 

Í gær átti ég spjall við konu sem er læknir og hefur að auki lokið nokkrum prófum í öðrum greinum, sumsé hámenntuð kona. Hún sagðist eiga þá ósk heitasta að komast aftur á skólabekk, læra til dæmis frönsku og fleira og fleira. Það er svo gaman að sitja í skóla og teyga að sér þekkingu, sagði hún.

Ekki hafa allir slíka minningar um skólagöngu sína að þeir vilji endurtaka leikinn. 

Grundvallaratriði menntunar er lestur, ekki endilega prófgráður heldur sönn þrá eftir þekkingu, vitneskju, hvort sem hún gagnast fólki í daglegu lífi eða ekki.

Foreldrar og skóli eiga að hvetja börn til lestrar. Takist það ekki stefnir menntakerfið í mikinn voða. Allir munu hafa gagn af því að læra dönsku, sagnfræði, stærðfræði eða önnur fög. Krakkar og unglingar vita fátt um heiminn og lífið framundan. Þess vegna ungt fólk að læra það sem fyrir það er lagt. Punktur.

Ef ekki er víst að að fleiri og fleiri segist ekki vita hver Johann Sebastian Bach er og hvað hann lagði til heimsmenningarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég var alltaf mjög lélegur í stærðfræði, en hún samt einhvernvegin situr best eftir, og vex.

Var sennilega aldrei rétt kennt.

En: ég veit nokkurnvegin hver Bach var.  Cliffnotes útgáfan af Cliffnotes útgáfunni, sko.  En það er aukaatriði.  Músíkin er fín eftir sem áður.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.9.2015 kl. 20:33

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

já það er nauðsinlegt að hafa alþjóðlega víðtæka mentun. Þeir sem hafa áhuga- sumir frá baræsku vita mikið án skólagöngu.

 en þar sem nú er kapphlaup um að komast sem fljótast út á vinnumarkað í því fagi sem þú ætlar að vinna við er erfitt að falla á sögum um Hallgerði Langbrók enda ekki til gagns í almennum umræðum spekinga erlendis.

 það er svo margt sem við viljum vita- en höfum ekki tima til að sinna---

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2015 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband