Íslenskt skattfé var ekki notað til að greiða vanskil óreiðumanna

Fyrirsagnahausar og annað fólk sem er frekar ill að sér veður nú upp á dekk og segir: Já, vissi ég ekki. Nú er verið að borga Icesave skuldina sem við áttum að vera laus við.

Staðreyndin er hins vegar þessi:

  1. Þjóðin hafnaði kröfu vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms þess efnis að skattfé almennings væri notað til að greiða skuldir einkaaðila. Munum að Davíð Oddsson, fyrrum Seðlabankastjóri sagði að þjóðin ætti ekki að ábyrgjst vanskilaskuldir óreiðumanna. Og hún gerði það ekki. Þjóðin rassskellti svo vinstri stjórnina í næstu þingkosningum á eftir.
  2. Icesave skuldin var greitt með eignum gamla Landsbankans og Tryggingasjóði innistæðueigenda, peningar sem komu ekki af skattfé þjóðarinnar.
  3. Fyrir forgöngu forseta Íslands hafnaði þjóðin því að taka að sér vaxtaskuldir vegna Icesave samninganna, mörg hundruð milljarða, líklega hafa vextirnir einir verið nálægt 400 milljörðum króna að núvirði.

Kratar og vinstri aðrir menn skildu ekki eðli skulda gömlu bankanna og hótuðu þjóðinni þar af leiðandi öllu illu. Muna ekki einhverjir eftir „Kúbu norðursins“, orðalag sem Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra í vinstri stjórninni lét hafa eftir sér í hræðsluáróðri vinstri manna með Icesave samningunum. Gylfi þess er nú prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og líst án efa vel á stöðu efnahagsmála á Íslandi um þessar mundir.

Þeim er vorkunn vinstri mönnum. Í fyrsta sinn er hrein vinstri stjórn tókst að tóra í fjögur ár er arfleifðin Icesave samningar sem þjóðin kaus gegn. 


mbl.is Samið um lokauppgjör Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega til hamingju! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 18:58

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir og sömuleiðis, Guðmundur. Nú hefur það gerst sem gott fólk lagði grunn að.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.9.2015 kl. 19:33

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt það sem þú segir hér kæri Sigurður.

Þó hafa vísir menn reifað aðra hlið sem þeir hafa skoðað og það er stóra skuldabréfið í nýja Landsbankanum og telja að þar sé um að ræða baktjaldagreiðslur vegna Icesave sem jarðfræðinemnn sá um að væri gerðar. Þau kurl eru ekki komin til grafar enn. Illt er ef satt reynist sem hinir vísu menn hafa reifað í því efni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2015 kl. 00:28

4 Smámynd: Geir Magnússon

Hvað þýðir orðið "fyrirsagnahaus"? Ég er búsettur erlendis og missi því af nýyrðum í talmáli.

Geir Magnússon, 19.9.2015 kl. 09:28

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Geir, orðið „fyrirsagnahaus“ er ekki nýyrði, að minnsta er kosti langt síðan ég nam það. Bókstaflega er átt við þá sem kynna sér ekki annað í fréttum prent- eða netmiðla en fyrirsögnina. Í víðari merkingu er átt við þá sem tjá sig án þess að afla heimilda eða upplýsinga.

Bestu þakkir, Prédikari. Alræmt skuldabréf er hér órætt, en ég hef nefnt það áður. Helst er gagnrýnin þess efnis að ekki hefði þurft að gefa það út, en hafi svo verið er deilt um fjárhæðina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.9.2015 kl. 09:46

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem Predikarinn bendir á er einmitt kjarni þess sem eftir stendur af málinu, það er að segja Landsbankabréfin svokölluðu. Því hefur verið haldið fram að þau hafi verið búin til gagngert í þeim tilgangi að láta ríkisbankann Landsbankann "vinna fyrir skuldinni" í stað ríkissjóðs, en augljóslega er sú skuldsetning til þess fallin að rýra verðmæti þessarar ríkiseignar. Þar sem nú liggur hinsvegar fyrir að slitabú Landsbankans á 100-200 milljörðum meira en þarf til að greiða forgangskröfur vegna Icesave, þá standa allar forsendur til þess að afskrifa þann mismun af þessari kröfu á nýja bankann, ekki síst í ljósi þess að lánið er ólöglegt, gengistryggt, stærra en má lána tengdum aðila, og skuldin sett á ríkisafyrirtæki án heimildar á fjárlögum. Mér skilst að í fjármálaráðuneytinu sé hinsvegar enginn áhugi fyrir því að tækla þetta þannig.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2015 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband