Hvar fannst hrossið og ætlaði bóndinn að aka utan vega?

Einkar sérkennilegt er þegar blaðamenn skauta framhjá mikilvægum atriðum í fréttaflutningi. Það finnst mér hafa verið gert í annars vel skrifaðri og skemmtilegri frétt á mbl.is um týndan hest sem eigandi leitaði að í þyrlu.

Ekki finnst stafkrókur um hvar Staðarbakki er í Fljótshlíðinni, en þaðan fór hesturinn. Bærinn er hins vegar um þrjá til fjóra km austan við Hvolsvöll.

Og hver fór svo blessuð skepnan? Ekkert segir um það í fréttinni. Fór hann norður yfir Fljótshlíðina eða upp í áttina að Tindfjallajökli? Eða bara fór hann eitthvað og eru þær upplýsingar nógar?

Ekki kannast ég við fjöllin sem eru á myndinni en það hefði verið tilvalið að setja nöfn þeirra í myndatexta.

Í lok fréttarinnar segir frá því að bóndinn á Staðarbakka hafi ætlað að leita að hestum á fjórhjóli. Hmmmm ...

Fleiri en ég velta því ábyggilega fyrir sér hvort hann ætlaði að aka utanvega á fjórhjóli en það er auðvitað öllum bannað. Eða ætlaði hann bara að aka eftir vegum og vegarslóðum og skyggnast þar um vegleysur? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Leituðu að hesti í heystakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"Lent var skammt frá hross­inu og hon­um komið til byggða..."

"Hest­arn­ir voru bundn­ir með löngu bandi í klett svo þær gætu gengið..."

Nýstárleg notkun á kyni nafnorða í þessum pistli. 

corvus corax, 17.9.2015 kl. 03:00

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég skildi það þannig að hrossið hafi verið inn í miðjum heystakki og væri að borða hann innan frá. Annars las ég ekki fréttina sjálfa.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.9.2015 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband