Daninn á brúnni

Vont fólkMannkynið skiptist í gott fólk og vont fólk. 

Ef til vill má segja að þetta sé barnsleg og ónákvæm yfirlýsing. Hana má þó rökstyðja á ýmsan máta að minnsta kosti velta lengi vöngum yfir henni.

Maðurinn á myndinni sem hrækir flóttafólk í Danmörku og lætur svívirðingar dynja á því telur sig eflaust góðan. Hann fer ábyggilega í kirkju á hverjum sunnudegi og lofar guð sinn fyrir að vera ekki eins og þessir þarna sem ganga undir brúna. Eitthvað er þetta nú kunnugleg líking, finnst án efa í gamalli bók.

Hann er fullur ótta og hræðslu, veit ekki hvað muni gerast, hvort landið hans fyllist af útlendingum og í þokkabót fólki með „ranga“ trú. Ef til vill er hann bara heimskur, tekur athugasemdadálkanna í dönsku blöðunum trúanlega rétt eins og íslenskir fyrirsagnahausar.

Daninn á brúnni er hræddur eins og þeir sem undir hann ganga og hræðast ástandið í heimalandi sínu. Þeir velja lífið frekar en dauðann. Hvaða örlög myndi Daninn velja fyrir þá?

Allt þetta minnir á styrjaldarárin í gömlu Júgóslavíu, óöldina á Norður-Írlandi, Baskaland á Spáni, Bader-Meinhof samtökin, heimsstyrjöldina og fjölda margt annað. Menn hafa löngu verið drepnir fyrir margt annað en trú eða hörundslit. 

Ef til vill er það rangt að flestir séu góðir. Má vera að allir séu vondir að upplagi og það kosti vinnu og aga að haga sér skikkanlega. 

Daninn á brúnni hefur aldrei verið flóttamaður en líklegt er að honum eins og öðrum lærist það á augabragði og geti þá átt fótum sínum fjör að launa rétt eins og undirbrúarfólkið.


mbl.is Hrækti á flóttafólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á árunum 1933-45 var í mestallri Evrópu hrækt á þjóðflokk og trú hans, sem hafði hrakist sem flótta frá föðurlandi sínu fyrir margt löngu. 

Hrækt var á þetta fólk og það ofsótt á þeim forsendum að það væri ógn við þjóðlíf og menningu Evrópuríkja og væri búið að skapa vandamál, sem yrði að leysa. 

Hin "endanlega lausn" fannst síðan en ekki tókst að drepa nema 6 milljónir af þeim 10,5 milljónum sem talið var að óhjákvæmilegt væri að fjarlægja. 

Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 15:12

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skynsamleg hugleiðing, Sigurður.

Utanvallarhugleiðing, Ómar.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband