Fór myndavélin til Mars eða eitthvurt mun skemur?

FlæðurÍsland hef­ur verið vin­sæll áfangastaður fyr­ir þá sem rann­saka rauðu reiki­stjörn­una Mars enda þykja tölu­verð lík­indi með þeim jarðmynd­un­um sem hér er að finna og þeirra sem menn reyna að ráða í á ná­granna­reiki­stjörn­unni.

Svo segir í frétt á mbl.is um hóp vísindamanna sem starfar við HiRise-myndavél MRO geimfars NASA en er á braut umhverfis reikistjörnuna Mars.

Flæður 2Um daginn sendi ég myndavélina mína til Mars og fékk meðal annars þessar þrjár myndir til baka. Síðan hef ég verið að rannsaka þær bæði jarðfræðilega og landfræðilega og lenti auðvitað í bölvuðum vandræðum eins og lesandi minn áttar sig á ef hann klikkar á myndirnar og stækkar þær.

Sko, á efstu myndinni sé ég vegastikur, að vísu ógreinilega en það fer ekki á milli mála. Gæti verið að jeppinn á Mars komist ekki milli staða nema eftir stikum? Spyr sá sem ekki veit.

Flæður 3Á myndinni í miðið sjást greinilega dekkjaför. Eðlileg skýring er að þau séu þau eftir jeppa Bandaríkjamanna. Förin virðast þó vera stærri en á þeim jeppa nema hann hafi ekið þarna fram og til baka í einhverri villu.

Á neðstu myndinni sést enn ein vegastikan, snjór í fjöllum og í fjarska sýnist mér vera fjalla sem líkist íslenskum móbergsstapa.

Nú velti ég fyrir mér hvort að myndavélin hafi farið mun skemur en til Mars.

Kvur veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband