Er ekki grunsamlegt þegar húsbíll ekur út úr Norrænu í september?

Það er ekki hægt að segja það en grunnurinn að þessu er vönduð áhættugreining hjá tollinum á Íslandi í samvinnu við tollyfirvöld í Færeyjum og lögreglu hér á landi.

Ofangreint er úr frétt Ríkisútvarpsins af tilraun fólks til að smygla fíkniefnum í húsbíl. Fólkið kom með Norrænu síðasta þriðjudag, þann 8. september 2015.

Ekki veit ég hvað margir húsbílar koma nálægt miðjum september með Norrænu til Seyðisfjarðar. Varla þurfa lögregluyfirvöld einhverja flókna „áhættugreiningu“ til að fyllast tortryggni þegar húsbíll ekur út úr skipinu á móti þeim hundruðum sem eru að yfirgefa landið.

Annað hvort eru einhverjir kjánar á ferð eða fólk með eitthvað óhreint í pokahorninu - nema hvort tveggja sé.

Einn sæmilega vel gefinn tollvörður myndi ábyggilega reka upp stór augu, leggja frá sér kaffibollann, hnippa í kollega sinn og segja: Ég þori að veðja að það er eitthvað gruggugt með þennan húsbíl. Skoðum hann.

Í viðtali við fjölmiðla á eftir má hann svo sem segja drýgindalega, svona eins og Geir og Grani í Spaugstofnni: Tja, ég get ekki sagt mikið um málið en áhættugreiningin hjá okkur Grana skilaði einfaldlega þessum árangri.


mbl.is Földu efnin ekki vandlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband