Jónas frá Hriflu og skilyrđi til menntaskólanáms

Framfarahugur Jónasar í menntamálum var hrífandi og hugmyndir hans stórmerkar. Ţćr eru enn í gildi ţótt ađstćđur séu gerbreyttar. Honum fannst m.a. á ţeim tíma alvarleg slagsíđa í íslenskum frćđslumálum og ađ fámenn yfirstétt í Reykjavík sćti ţar ađ öllu og beitti Menntaskólanum fyrir sig. Erfitt er ađ andmćla ţessu međ öllu og ekki var Jónas einn um ţessi sjónarmiđ. En Jónas gekk hart fram gegn forréttindaöflum samfélagsins og hlaut ađ launum illmćli margra menntamanna. Hann egndi ţá upp gegn sér líka.

Ţetta segir Jón Sigurđsson, fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins í grein í Morgunblađi dagsins. Hann andmćlir í henni viđhorfi tveggja formćlenda stuđningsmannafélags Menntaskólans í Reykjavík sem rćddu í annarri Morgunblađsgrein um skert framlög til skólans. Í henni drógu ţeir Jónas Jónsson frá Hriflu inn í umrćđuna en hann var á sínum tíma ritstjóri, alţingismađur og ráđherra og mjög áhrifamikill í öllum sínum störfum og ekki var allt sem frá honum kom af góđmennsku gjört.

Jón Sigurđsson kemur lćriföđur sínum til varnar og er ţađ virđingarvert. Hitt er ţó stađreynd ađ Jónas frá Hriflu var ólíkindatól hiđ mesta og átti ill samskipti viđ fjölmarga ekki síđur samherja eđa andstćđinga. Ţetta er stađreynd og skiptir engu ţótt mađurinn sé löngu látinn. Hann er engu ađ síđur dćmi um stjórnmálamann sem um margt er lítil fyrirmynd jafnvel ţó enn séu á ţingi nokkrir sem virđast hafa sćkja pólitík sína til hans og er ţá ekki átt viđ framsóknarstefnuna.

Á fimmta áratugnum lagđi Jónas Jónasson, ţingmađur Framsóknarflokksins, fram tillögu til ţingsályktunar um nám í menntaskólum. Hann vildi gera ţađ ađ skilyrđi fyrir ađgangi í menntaskóla á Íslandi ađ umsćkjandinn hefđi stundađ almenn landbúnađarstörf í tvö ár áđur áđur en hann byrjađi í skólanum.

Ţetta er skýrt dćmi um eitt af ţví lágkúrulegasta sem frá Jónasi kom og ţarf varla ađ taka ţađ fram ađ tillagan kom aldrei til umrćđu og var hann ţví eflaust fegnastur. Ađ öllum líkindum var hún lögđ fram í hnútukasti viđ „menntalýđinn“.

Já vissulega egndi Jónas frá Hriflu fólk upp á móti sér ađ hćtti ţeirra sem teljast ósvífnir og óvandir á međölin. Undrast ţví fáir ţótt af og til sé hann dregin inn í deilur nútíđar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband