Leiðindin með Gnarr og Dag

Skerjafjörður

Leiðindin með núverandi borgarstjórnarmeirihluta er að hann hlustar ekki. Hann byggist framar öllu á fámennri klíku sem veður fram með eigin hugmyndafræði þvert á vilja borgarbúa.

  1. Bílar eiga að víkja fyrir gangandi og hjólandi umferð, jafnvel þó hún sé sáralítil.
  2. Allt er gert til að takmarka bílaumferð
  3. Einn og aftur skal þétta byggð jafnvel þó það hafi í för með sér óhagræði, jafnt fyrir þá em fyrir eru sem og hina sem neyðast til að takar sér búfestu í „þéttri byggð“. Skiptir litlu hvernig aðstæður eru, lítum t.d. á skipulagið við enda suðvesturflugbrautarinnar við hlið byggðarinnar sem kenndi er við Skerjafjörð ...
  4. Stór fjölbýlishús eiga að taka við af einbýlishúsum, raðhúsum eða smærri blokkum. Með góðu eða illu skulu Reykvíkingar læra að búa í fjölbýli eða flytjast í önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel á Selfoss, Hvolsvöll, Höfn, Blönduós eða Skagaströnd. Á þessum stöðum fer afar vel um fólk þó það búi ekki í blokkum.
  5. Hofsvallagatan var dæmi um uppárengjandi vitleysu sem jafnvel við hjólamenn sáum í gegnum.
  6. Borgartúnið á að vera gata þar sem akandi umferð er refsað en strætisvögnum umbunað. Við hjólamenn munum líklega aldrei nota Borgartúnið til hjólreiða, við förum frekar niður að sjó og notum stíginn þar. Sama er með göngufólk.

Ég kalla þetta leiðindi vegna þess að meirihlutinn í borgarstjórn kann ekki einu sinni að skipuleggja fyrir almenning. Hann heldur að hann sé að gera okkur hjólreiðamönnum gott en engu að síður er víðast hvar afar erfitt að hjóla. Við erum ekki að leita eftir forréttindum heldur tryggum leiðum. Gangandi fólk leitar ekki eftir forréttindum heldur einföldum og fljótlegum leiðum.

Flestir sjá í gegnum pólitík Jóns Gnarrs og Dags. Sá fyrrnefndi hefur hringlandahátt að stefnu og sá síðarnefndi var í læri hjá fyrrum forsætisráðherra sem á allt í norrænum rauðum lit en gerði þó ekkert nema flækjast fyrir almenningi. Eftir að hafa verið áratug við kjötkatlana hefur hann engan skilning á þörfum fólks. 

Meðfylgjandi mynd er af skipulaginu í Skerjafirði. Takið eftir sláandi mun á milli gamla hlutans og þess nýtja. Þvílíkur óhugnaður sem sá nýji er. Myndir þú vilja búa í þessu blokkahverfi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

LANDSTJÓRNIN verður að hertaka borgarstjórnarhúsið og gera það sem gera þarf.

Jón Þórhallsson, 9.4.2014 kl. 11:35

2 identicon

Bara taka höfuðborgar titilinn af Reykjavík og flytja hann og Landspítalann og allt hitt draslið til Keflavíkur með flugvellinum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 14:45

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Strætó fer bara hálfa leið núorðið. Hver er sagan á bakvið það?

Í alvöru, ég var í borginni um helgina. Hvað kemur til? Þið hljótið að vita meir um þetta mál en ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2014 kl. 00:11

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég hef aldrei skilið þessa áráttu að vilja þétta byggð í landi þar sem er nóg pláss. Því meir sem fólki er þjappað saman því pirraðra verður það. 

Wilhelm Emilsson, 10.4.2014 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband