Utanríkisráðherra bætir vart stöðu ríkisstjórnarinnar

Umræðum um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um afturköllun á aðildarumsókninni að ESB héldu áfram í kvöld og ég hlustaði. Þá varð ég vitni að nokkrum atvikum sem mér fundust svona frekar undarleg. Og þó ...

Þingflokkur VG er komin með moðvolga skoðun á aðildarumsókn að ESB sem hvorki er í samræmi við fyrri stefnu flokksins í ríkisstjórn né utan hennar. Þetta kemur ekkert á óvart en flokkurinn virðist ekkert vita hvar hann stendur í ESB málunum. Líkur benda til þess að hann sé að verða hlynntur aðild.

Svo kom utanríkisráðherra og reyndi að verja þingsályktunartillögu sína um afturköllun á aðildarumsókninni. Hann tók ekkert tillit til kvartana sem forseta Alþingis bárust um rökstuðninginn með þingsályktunartillögunni en sagðist vilja breyta einhverju vegna þess sem ákveðinn þingmaður stjórnarandstöðunnar sagði í umræðunum. Þetta var nú svona frekar undarleg samsuða hjá utanríkisráðherra og vægast sagt neyðarleg.

Í andsvörum koma Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum allsherjarmálaráðherra, upp í ræðustól og gagnrýndi meintan hroka utanríkisráðherra. Þá heyrðist mér ekki betur en að utanríkisráðherra hafi kallað frammí fyrir Steingrími og annað hvort sagt hann hafa áður logið að þinginu eða spurt hann hvort hann hafi aldrei logið að þinginu.

Í frétt mbl.is kemur fram að hann hafi sagt þetta: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.

Þar með varð allt vitlaust í þingsal og stjórnarandstöðuþingmenn heimtuðu víti á utanríkisráðherra.

Í sannleika sagt finnst mér að virðuleiki Alþingis hafi sett mikið niður og á utanríkisráðherra nokkra sök á því. Hann hagar sér eins og stráklingur sem veður um á forugum gúmmískóm og atyrðir mann og annan. Þetta gengur auðvitað ekki.

Nokkrir framsóknarþingmenn eru hreinlega að skemma fyrir ríkisstjórninni með talsmáta sínum. Þeir gefa stjórnarandstöðunni tækifæri sem hún ætti aldrei að fá, afhenda henni vopnin sem hún þarf til að berja á ríkisstjórninni. Utanríkisráðherra að hugsa sitt mál sem og fleiri innan þingflokksins. Þeir þurfa að átta sig á því að þögn er oft gulls ígildi.

Svo mættu tæknimenn Alþingis að huga að því að færa hljóðnema frá bjöllu. Ljóshærði varaþingforsetinn kann sig engan veginn, lemur og ber á bjölluna og sprengir iðulega hljóðið. Raunar er frekar illa staðið að upptöku hljóðs með mynd. 


mbl.is „Ég hef þó ekki logið að þinginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er eins og lýsing á rugbyleik og kannski ekki langsótt samlíking.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 23:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það allt í einu orðið skammarlegt að segja sannleikann?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:47

3 identicon

Oft má satt kyrrt liggja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 01:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og oft má saltkjöt tyggja...

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 01:57

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er algerlega sammala því að það er alger óvitaskapur að vera að gefa þessari móðursjúku stjórnarandstöðu tækifæri til að drepa málinu á dreif með vanhugsuðu orðaskaki og blammeringum.

Þeir munu gripa hvert hálmstrá til að tefja málið og komast hjá því að ræða málefnið sjálft og þessvegna verða menn á þessari ögurstundu að halda aftur af strákskap sínum þótt menn liggi vel við höggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband