Vígaferli Steingríms J. og stefna hans í ESB málinu

„Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.“ Hálfum mánuði síðar lagði stjórnarfleyið frá landi með Brussel fyrir stafni og aðildarumsókn sem leiðarljós. Nýjum og áður óþekktum hæðum Íslandssögunnar í kosningaloforðasvikum hafði verið náð.

Þetta segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjaðardjúp, í grein í Morgunblaðinu í morgun. Indriði er alkunnur vinstrimaður og hagvanur innan Vinstri grænna. Hann lætur tíðum vaða á súðum og hlífir aungvum. Í greininni lemur hann meðal annars á Steingrími J. Sigfússyni, þingmann, fyrrum formanni VG og fyrrum alsherjarmálaráðherra í vinstri stjórn með Samfylkingunni. 

Steingrímur sveik stefnu Vinstri grænna en flokkseigendafélagið og Kastljósið í Sjónvarpinu hafa haldið hlífiskildi yfir honum alla tíð síðan. Þeim síðarnefndu finnst í lagi að berja á núverandi leiðtogum ríkisstjórnarinnar en leggjast ekki í einfalda rannsóknarblaðamennsku vegna leiðtoga vinstri stjórnarinnar.

Ekki er furða þó Steingrímur hafi gengið með veggjum frá því að vinstri stjórnin hrökklaðist frá. Indriði bóndi segir svo frá:

Hinn stjórnar„leiðtoginn“ S.J.S. lét ekki sitt eftir liggja í vígaferlunum. Hann hrakti Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason úr flokknum og flæmdi Ásmund Einar til Framsóknar. Ruddi síðan Guðfríði Lilju frá þingflokksformennsku. Að skipan Jóhönnu dró hann Jón Bjarnason úr ráðherrastól og gerði hvað hann gat að leggja Ögmund að velli í Kragaforvali.

Og er þá ábyggilega fátt eitt talið af ávirðingum á Steingrím J. En það sem uppúr stendur eru svik hans og félaga hans við stefnu VG í ESB málinu. Það fyrirgefur Indriði líklega seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að þessi maður af öllum skuli tala um kosningasvik aldarinnar, segir mér að hann sé annað hvort ekki vel gefinn, gleymin, eða algjörlega samviskulaus.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 10:58

2 identicon

Það dylst engum lengur að Svika-Grímur og co eru einarðir ESB sinnar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 12:28

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Væri fróðlegt ef einhver tæki saman ítarlega greinargerð um afrek Steingríms J.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2014 kl. 16:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hneykslast Katrín Júl og Árni a því að frumvarpið gefi í skyn að einhverjir hafi kosið gegn sannfæringu sinni í kosningu um umsókn. Þau vilja meina að þetta séu brígsl um Stjórnarskrárbrot og vilja skýringar þótt þau viti bæði að klásúlan eigi ekki við þau, enda enginn í vafa um einarða sannfæringu Eirra í málinu og stefnu Samfylkingarinnar.

Þau eru samt í samkeppni þarna um það hver er mesta dramadrottningin i þingsal þessar stundir.

Eitt vita þau fullvel að þau voru ekki ein í stjórn, en hinn flokkurinn gekk einmitt þvert gegn sannfæringu sinni og stefnuskrá í málinu, enda eru þeir ekki mikið að stíga á stokk vegna þessa og vona líklega helst að Katrínu verði ekki að ósk sinni um útekt á málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband