Hvort var Snorri Sturluson höfundur eða þýðandi ...?

Á seinni árum hafa æ fleiri efast um þá hefðarspeki að Snorri Sturluson sé höfundur Heimskringlu. Meldahl gengur hins vegar út frá því að rétt sé að Snorri hafi sett ritið saman eins og það hefur varðveist, en telur að veigamesti hlutinn sé konungaævi samin á latínu af íslenskum lærdómsmanni, líklega Sæmundi fróða sem nam í Frakklandi þar sem rit Svetoniusar voru í hávegum höfð og þáttur í skólalærdómi ungra manna. Umræða Meldahls er annars margslungin og engan veginn hægt að gera henni skil hér. Þetta er aðeins sett á blað til að vekja athygli á afar áhugaverðu efni.

Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon ritar áhugaverðan Pistil í Morgunblaðið í morgun og ofangreint er úr honum. Í gærkvöldi sá ég ansi áhugaverða samantekt á Stöð 2 um Reykholt og Snorra Sturluson og í dag les ég að Snorri hafi eiginlega ekki verið afkastamikill þýðandi en ekki höfundur sagnanna í Heimskringlu.

Ýmsir mynd nú orða þetta þannig að allur fróðleikur og nám sé nú að gjörbreytast. Eftir nokkur ár munu fáir geta rökrætt sagnfræði við barnabörn sín, þvílíkar breytingar sem verða líklega á henni. Ef til vill er þetta nú dálítið orðum aukið. Hitt er athyglisvert og reglulega spennandi hvernig rannsóknir á konungasögum í Heimskringlu geta breytt viðteknum skoðunum. Pistill Guðmundar Magnússonar fjallar um áhrif latneskra bókmennta á menningararf okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband