Draugar vinstri stjórnarinnar ganga enn lausir

Draugur vantrausts gengur enn laus. Hann nærðist á innantómum loforðum vinstristjórnarinnar í atvinnumálum. Í stefnuyfirlýsingu 2009 var heitið sex þúsund nýjum störfum, þar af um tvö þúsund störfum »í orkufrekum iðnaði«, samkvæmt forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í mars sama ár. Í október 2010 lofaði ríkisstjórnin þrjú til fimm þúsund störfum en í mars 2011 var loforðið komið niður í rúmlega tvö þúsund störf. Efndir voru litlar - fjölskyldur og einstaklingar flúðu land. Frá 2009 til 2012 voru brottfluttir umfram aðflutta um 8.700. Fólksflóttinn jafngilti því að allir íbúar Vestmannaeyja, Sandgerðis og Grindavíkur hefðu yfirgefið landið.

Vonandi er minni almennings í lagi og fólk muni eftir starfsháttum síðustu ríkisstjórnar. Eflaust má um margt gagnrýna núverandi ríkisstjórn en ofangreint stendur þó óhaggað. Höfundurinn er Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur verið óþreytandi að benda á tækifæri þjóðarinnar í atvinnumálum, þar liggi lausnin á kreppunni.

Í Morgunblaðinu í morgun skrifar Óli Björn um drauga fortíðarinnar, þá sem sleppt var lausum í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar og ganga enn lausir. 

Vofur svikinna loforða eru á sveimi á flestum heimilum landsins. Skjaldborgardraugar brostinna vona og svikinna loforða hrella enn þúsundir fjölskyldna sem nú eygja þó von um að ný ríkisstjórn gefi þeim tækifæri og nauðsynleg verkfæri til að granda þeim endanlega. Þar duga ekki einfaldar leiðréttingar ef ekki fylgir góður hagvöxtur með aukinni atvinnu, betri launum og hærri ráðstöfunartekjum með lækkun skatta.

Óli Björn hvetur til að draugar vinstri stjórnarinnar séu kveðnir niður. Undir það má taka. Nú er kominn tími til að taka á landsmálunum á skynsaman og arðbæran hátt, hvað svo sem vinstra liðið á þingi tuðar. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkins og Framsóknarflokksins hefur verið við völ í sjö mánuði virðast gömu vinstri ráðherrarnir vita upp á hár hvað þarf að gera en þeir stóðu sig ekki þegar þeir héldu um valdataumanna. 

Og Óli Björn segir í niðurlagi greinar sinnar:

Barátta við drauga vinstristjórnarinnar tekur tíma og hún verður oft erfið, en hjá henni verður ekki komist. Við uppskerum betra, skemmtilegra og heilbrigðara mannlíf, að ekki sé talað um bætta fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband