Mótorhjól eiga aðeins heima á merktum vegum

Vélhjólamenn hafa haft aðstöðu við Bolaöldu norðaustan við Vífilsfell, rétt hjá Litlu-Kaffistofunni. Þeim hefur ekki dugað það land sem þeir fengu úthlutað heldur spóla sig suður og einnig vestur fyrir Bláfjöll. Þar hef ég oft rekist á þessa kumpána og þeir segjast mega aka þá slóða sem þeir hafa myndað á síðustu tíu árum.

Þeir hafa líka ekið vestan við Hengil, farið um Engidal og Marardal. Þeir aka um Fremstadal í Hengli og Innstadal. 

Sem sagt, utanvegaakstur á mótorhjólum er leyfilegur ef það er kominn slóði sem mótorhjólamenn hafa sjálfir myndað.

Þær myndir sem birtar eru með fréttinni eru ekkert einsdæmi.

Og hvers vegna er amast við mótorhjólaakstri í náttúrunni? Vegna þess að menn eyðileggar gríðarlega mikið, markfalt meira en gangandi fólk. Að auki virðist mörgum mótorhjólamönnum fátt heilagt.

Vélknúin ökutæki eiga aðeins að vera á merktum vegum. Flóknara er það ekki. Undantekningar er aðeins þegar snjór hylur jörð. 


mbl.is Staðnir að akstri utanvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Sammála, það má þá bæta við hestum, fjórhjólum og kindum. Hestar á slóðum og í gerðum, fjórhjól á númer og bara á vegum og kindur að sjálfsögðu bara í afgirtum reitum.

Jeppar, fólk og dýr valda mun meiri skaða en hjól gera almennt. Það er bara lenska að amast við þessum apparötum og rjúka til og setja alla undir sama hatt.

Ég vona að fellið og þetta fólk jafni sig á þessu áfalli.

Ellert Júlíusson, 11.10.2013 kl. 23:42

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

Sammála þér Jón ég hef nú í gegnum áratugina verið í gönguferðum um Reykjanesið og því miður hef ég ekki haft myndavélina tilbúna en það hefur margoft legið við að maður hafi verið keyrður niður af ökumönnum ómerktra krossara og í eitt skiptið þá keyrði einn utan í mig á gönguleið sem var VEL MERKT umferð ökuknúinna faratækja bönnuð og ég brást við því að grípa í handfestu sem að var hjólið og ökumaður krossarans var kærður fyrir utanvegaakstur ásamt því að vera ekki með leyfi til að stjórna svona tæki því þetta var unglingsgrey 13 ára  í fylgd foreldra sem að kostaði ansi mikið mál og umhverfislögun  fyrir foreldrana við umhverfisspjöllunum ásamt kostnaði við bráðaþjónustu fyrir mig því það voru aðeins 5 spor saumuð í löppina á mér eftir fótstig krossarans. En þau voru öll á óskráðum hjólum og þess vegna hef ég eftir þetta talað fyrir daufum eyrum að skrásetja Öll hjól en það verður kannski gert þegar að einhver Drepst hver veit? Og Ellert þá vona ég að þú hugsir um náttúruna en ekki útspólaðar brekkur bæði af jeppum og torfæruhjólum sem að misvitrir einstaklingar stjórna!!

Örn Ingólfsson, 12.10.2013 kl. 01:58

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ellert Júlíusson, hvar set ég „alla undir sama hatt“. Ég gagnrýni fyrst og fremst akstur þar sem hann er í raun óleyfilegur og algjörlega óviðeigandi.

Jón Már Jónsson, í hverju er sú alhæfing fólgin sem þú sakar mig um?

Ítreka að akstur vélknúinna ökutækja á hvergi heima nema á vegum. Hvað annað?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.10.2013 kl. 09:14

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já, það leynist misjafn sauður í stórum hóp og þetta tiltekna atvik er ekki til eftirbreytni.

En hvers vegna er aldrei fjallað um það þegar 300 hesta stóð eru rekin yfir viðkæm svæði, okkar fögru náttúru og skilja eftir sig svöðusár.

Af hverju er aldrei fjallað um hestafólk sem að ríður þeim hvar sem er, þar sem þeir skíta hrúgum öðrum til ama og marka djúp spor í gras og mosa. Menn fá taugaáfall þegar þeir sjá hjólaför í sandi..td rauðasandi en þegar farið er á hestum þarna yfir á þaga hræsnararnir.

Hvar er umfjöllunin um göngufólkið sem að skilur eftir sig rusl út um allt hálendi á gönguferðum sínum.

Það er svo margt hægt að gagnrýna og agnúast út í, en stundum má rýna dýpra og á aðra hluti en það sem auðveldast er að "hjóla" í.

Hvar á að stoppa, á ekki að banna hjálparsveitunum að fara um á björgunarbílunum..það eru jú til þyrlur.

Þessir einstaklingar sem að þarna fóru stórum fá alveg skell á puttana fyrir þetta framtak, enda kann 99% af öðrum hjólamönnum þeim litlar þakkir fyrir þetta.

Ellert Júlíusson, 13.10.2013 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband