Er sameining stofnana fyrir Excel eđa ţjóđina?

Er ekki ágćtt ađ hafa ţađ í huga ađ Landspítalinn, Borgarspítalinn og Landakotsspítali urđu ađ Landspítala-Háskólasjúkrahúsi áriđ 2000. Ţar međ höfđu flest sjúkrahús í Reykjavík veriđ sameinuđ. Sex árum síđar voru St.Jósefsspítali og Sólvangur sameinađir í eitt og áru síđar sett undir Landsspítalann en raunar lokađ.

Síđan hefur engin samkeppni ríkt á milli sjúkrahúsa vegna ţess ađ sérfrćđingar á borđ viđ Jón Torfa Jónasson prófessor viđ HÍ, fundu ţađ út ađ Excelskjal var miklu áhrifaríkara til sparnađarađgerđa en tilveran sjálf. Svo ekki sé talađ um fólkiđ sem vann í ţessum gömlu sjúkrahúsum eđa ţá sjúklinga sem nutu umönnunar.

Nú er sjálfur Landspítalinn, margsameinađur, á heljarţröm fjárhagslega. Excel vann en almenningur tapađi.

Jón Torfi Jónasson stendur upp og vill sameina Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Eflaust er hćgt ađ fá Excel til ađ samţykkja ađ fjárhagslega hagkvćmara sé ađ reka einn skóla en tvo, viđ ţađ sparast fjöldinn allur af embćttum og stöđum. Hins vegar má ekki gleyma almenningi, fólkinu sem nýtir ţjónustuna, námsmönnum og starfsmönnum. Ekkert bendir til ađ reksturinn verđi á allar hliđar betri eftir sameiningu, ţvert á móti benda líkur til ţess ađ sameinađur háskóli muni stefna í sömu átt og sameinađur Landspítali, ţađ er í tómt fjárhagslegt tjón, tap á starfsfólki og hćfileikaskorti.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ samkeppni getur ein veriđ sú hvatning sem ţarf til ađ fólk geri betur. Rekstur á borđ viđ ráđstjórn og einokun mun aldrei geta gagnast rétt eins og dćmin sanna, ekki síst hér á landi. Höldum háskólunum eins og ţeir eru, reynum ekki sameiningar. Hitt er svo annađ mál ađ gera má kröfur um ađhald í rekstri en um leiđ hvetja til akademískrar útrásar háskóla. Er ţađ ekki veglegra markmiđ?

Excel er frábćrt forrit, eitt ađ ţeim sem ég nota mest. Ţađ hefur hins vegar engan skilning frekar en önnur. Furđulegast er ţó ađ ţeir sem nota Excel skuli verđa eins og forritiđ, týna sjálfum sér.


mbl.is Styrkur ađ sameina HÍ og HR
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Athygliverđ grein eftir Benedikt Ó Sveinsson lćkni, á bls. 20 í Fréttablađinu, laugardaginn 14, september 2013.

Ţar rekur hann ţetta undarlega sameiningar-ferli spítalanna á mjög skýran og sannan hátt, og samkeppni-skorts-vandann sem fylgdi og fylgir enn, ţeirri sameiningar-stefnu.

Ég hvet fólk til ađ finna ţessa grein á netinu, og velta fyrir sér, á sjálfsábyrgan hátt, ţróuninni og afleiđingunum af of mikilli og ábyrgđarlausri sameiningu á sumum sviđum samfélagsins.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 12.10.2013 kl. 16:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband