KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson til Fram

Bjarni Guðjónsson hefur verið einn af máttarstólpum KR-inga undanfarin ár. Við eigum eftir að sakna hans. Hann var einstaklega lipur með boltann, gat átt stórkostlegar sendingar fram á völlinn sem gáfu mörk. Stóð sig með afbrigðum vel, jafnt í vörn sem framar.

Vonandi kemur hann með nýtt hugarfar inn í Fram og ekki veitir af eftir frekar slappa framgöngu síðustu árin að undanskildu árinu í ár. Hver veit nem Frammarar eigi á ný eftir að verða stórveldi í knattspyrnu og það undir stjórn KR-ingsins og ÍA-mannsins, Bjarna Guðjónssonar.

Í Fram er nú einn KR-ingur fyrir, Viktor Bjarki Arnarson, sem kom til félagsins í fyrra. Mér hefur alltaf þótt Viktor góður knattspyrnumaður og hefði viljað sjá hann áfram í KR.


mbl.is Yfirlýsing frá Bjarna Guðjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband