Slappasti júní frá 1923

En hvernig er þetta þá með sólina í Reykjavík nú í júní?

Ég fletti upp í mínum dularfyllstu leyndarskrám og þá kom þetta í ljós:

Sólskinsstundir fyrstu 11 dagana í júní eru svo margar sem 15,4 í borginni. Þær hafa reyndar aldrei verið jafn fáar þessa daga frá því mælingar hófust 1923. Sem sagt eins lengi og elstu menn muna!

Þetta segir Sigurður Þór Guðjónsson, hinn glöggi veðurathugunarmaður. Hann veit meira um liðna veðurdaga en flestir veðurfræðingar. Og nú heldur hann því fram og vitnar í leyndar skrár að þessi júní sé sá slappasti sem dunið hefur yfir höfuðborgarbúa í 90 ár.

En hann nafni minn er djúpvitur og segir í lok pistilsins á blogginu sínu:

Í fyrsta lagi hefur verið bullandi sumarveður á landinu í júní og líka á suðurlandi þó það hafi verið betra fyrir norðan og austan. Í öðru lagi er ekki hægt að setja einfalt samasemmerki milli sumars og sólskins. Sumarveður sé bara sólskin og ekkert annað. Í þriðja lagi var maí sólríkur í Reykajvík. Það er ekki eins og ekki hafi sést neitt til sólar eftir að vetrinum lauk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Sigurður. Mér sýnist skýjahulan eftir eldgosin 2010 og 2011 vera enn til staðar, sérstaklega á Suðurlandi. Annars vegar brennisteinsslikjan í háloftunum og síðan fína öskurykið sem rýkur alltaf upp í roki og hangir lengi. Djúpblár himinn er amk. frekar sjaldséður. Þetta eru Mini- Móðuharðindi!

Ívar Pálsson, 12.6.2013 kl. 16:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ertu nú alveg viss? Hverfur ekki öskurykið þegar rignir og er ekki mikil hreyfing á loftinu þarna hæst uppi? Þetta er bara helv... grámygla alla daga. Liggur við að maður sjái eftir því að hafa flutt suður ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.6.2013 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband