Ótrúleg sinnaskipti ferðaþjónustunnar

„Við höfum horft til þess á undanförnum árum að hlutdeild hins opinbera í tekjum sem koma af erlendum ferðamönnum að hún fari af einhverju leiti í uppbygginguna til baka,“ segir Árni, en hann bendir á að ríkið fái miklar tekjur í neysluskatta af ferðamönnum og að slíkt geti farið í uppbyggingu ferðamannastaða.

Þetta er alveg ótrúleg frétt og óskiljanleg þversagnakennd afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar samkvæmt viðtalinu við formanninn. Ríkisvaldið er eingöngu þiggjandi tekna af erlendum ferðamönnum og lætur sáralítið til baka í uppbyggingu í ferðaþjónustu. Í stað þess að krefjast þess að hluti af tekjunum gangi í slíka uppbyggingu er Samtök ferðaþjónustunnar búin að snarsnúast í áliti sínu á svokölluð glápgjöld og heimta „náttúrupassa“.

Þetta tekur auðvitað ekki nokkru tali að leggja skatt af þessu tagi á ferðafólk, erlent eða innlent. Þetta er ósanngjarn skattur og stendur ekkert undir þessu áferðarfallega nafni „nátttúrupassi“. Enn ótrúlegra er af ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli ljá máls á svona vitleysu.

Staðreyndin er einfaldlega sú að tekjur ríkisins af ferðaþjónustu eru gríðarlega miklar og til viðbótar má nefna virðisaukaskatt sem erlendir ferðamenn greiða til jafns við þá sem búa hér á landi allt árið.

Er til of mikils mælst að hluti af þessum tekjum gangi til uppbyggingar ferðaþjónustunnar og fyrirbyggjandi ráðstafana vegna ágangs ferðafólks?

Svo virðist vera og vegna þess að ríkisvaldið skammtar naumlega til þessara mála hafa þreytuleg Samtök ferðaþjónustunnar dottið niður á þá hugmynd að skattleggja alla ferðamenn og þá líklega útlendinga frekar en Íslendinga. Er þetta ekki versta leiðin til að afla fjár? Peningarnir eru fyrir hendi en ríkið vill ekki afhenda þá. 


mbl.is Útfærslur á náttúrupassa fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband