Kjaftaði vonda liðið í hel

Ásbjörn Óttarsson er mætur maður og fjölhæfur enda telst það til hinna mestu afreka að hafa kjaftað orðháka Samfylkingar og Vinstri grænna bókstaflega til heljar. Hann fórnar sér eins og hetju sæmir. Leggur til atlögu við vonda liðið og slæst við það. Hann á sinn þátt í hrakförum þessara tveggja flokka, sagði þeim ósparlega til syndanna. Sjálfur ætlar hann ekki aftur á þing. Hann ætlar að í heiðarlega vinnu, sinna sjómennsku og útgerð. Ásbjörn lætur jafnan verkin tala. Ekkert hálfkák hjá honum.


mbl.is Ásbjörn nýr ræðukóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Sigurður.

Mér svelgdist á morgun kaffinu við lestur bloggfærslu þinnar, en auðvitað hvílir sá mæti "Ólafsson" í kyrrð og ró á meðan sá mæti "Óttarsson" hamast eflaust á þingi.

Jónatan Karlsson, 30.3.2013 kl. 09:47

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér svelgdist líka og það bara á eigin munnvatni. Bestu þakkir fyrir að benda mér á yfirsjón mína. Fáðu þér svo annan kaffilbolla og málið er dautt, eins og sagt er. Ha ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2013 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband