Jarðskjálftar við Langjökul

LangjokullFjölmiðli leyfist ekki að fara rangt með í landafræði, síst af öllu Mogganum. Jarðskjálftahrina hefur verið í dag austan við sunnanverðan Langjökul. Í jökuljaðrinum heita Jarlshettur, merki um forn sprungugos.

Frá jarðskjálftasvæðinu að að Geysi eru 24 km. Ótrúlegt er að blaðamaður skuli kenna þetta svæði við Geysi. Hann hefði allt eins getað fullyrt að það væri við Kerlingarfjöll sem eru lengst í norðvestri frá upptökunum.

Það breytir því ekki að jarðskjálftarnir ellefu hafa verið stórir. Fjórir eða fimm hafa verið stærri en tvö stig og einn var 3,5.

Skjálftarnir hófust í dag um kl. 13 með hörðum skjálfta upp á 2,3. Um klukkutíma síðar kom enn stærri skjálfti, 2,8. Þá fylgdu þrír vægari en um 17:24 kom þessi stóri. Síðan hafa komið fimm skjálftar, sá síðasti um 17:49. Allir hafa þeir verið stærri en 1,0, sá stærsti 1,9.

Skalfti

Vísindamenn horfa ekki aðeins á stærð skjálfta heldur líka hvar þeir verða. Þeir hafa verið á milli 3,5 km að dýpt og allt niður í 8,8 km.

Eins og sjá má hafa allir skjálftarnir verið á sömu slóðum sem þykir víst dálítið merkilegt.

Mér skilst að margir skjálftar í sömu röð og á sama stað geti bent til þess að um kvikustreymi sé að ræða.

Svo bæta jarðfræðingarnir við: Þetta þarf ekki að þýða neitt, getur sosum hætt núna eða haldið áfram.

Með orðum veðurfræðinga: Annað hvort rignir'ann eða ekki.

 Kortin skýra sig sjálf. Neðsta myndin er af Jarlhettum, Stóra-Jarlhetta er hægra megin. Myndin er tekin frá Kjalvegi með miklum aðdrætti.

Jarlhettur
mbl.is Jörð skalf við Jarlhettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta eru líklega flekaskjáfltar. Þó er þarna eldstöð sem gæti verið ábyrg fyrir kvikuinnskoti. Hvort að það er raunin núna veit ég ekkert um.

Fannst jarðskjálftinn þó mjög hávaðasamur þegar hann kom. Sem bendir til þess að brotið hafi farið hægt af stað og hrokkið illa til. Þannig að líklega verða þarna fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.

Jón Frímann Jónsson, 29.3.2013 kl. 20:03

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir þetta, Jón Frímann. Já, sex bæst við frá því ég skrifaði þetta. Einn upp á 2,6. Forvitnilegt að skoða framhaldið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.3.2013 kl. 20:17

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eruð þið hissa ekki ég því að spá mín að stórum hamförum er ekki svo galin er það?

Sigurður Haraldsson, 30.3.2013 kl. 00:45

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, hún er snargalin, nafni minn ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2013 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband