Engin glápgjöld, skattleggjum frekar ríkissjóđ

Vantar aura til ađ laga til eftir ferđamenn eđa gerđa svokallađa „ferđamannastađi“ meira ađlađandi og tilbúna til ađ taka á móti fjöldanum?

Nei, ekki vantar fjármagniđ. Hingađ koma árlega um 660 ţúsund ferđamenn auk ţess sem hálf eđa öll íslenska ţjóđin leggst í ferđir ađ sumarlagi. Dettur nokkrum manni í hug ađ ríkissjóđur hafi ekki tekjur af ferđamennskunni, beina og óbeinar?

Sumir halda ţví fram ađ ríkissjóđur hafi ekki efni á ađ takast á viđ uppbyggingu ferđamannastađa vegna kreppunnar. Engu ađ síđur streyma ferđamenn til landsins og ekkert lát er á ferđamennsku innlendra.

Ásbjörn ferđamálafrömuđur 

Samt dettur mörgum í hug ađ setja skattleggja ţurfi ferđamenn, setja á einhvers konar glápgjald. Einn ţeirra er kunningi minni Ásbjörn Ţ. Björgvinsson, ferđamálafrömuđur, afar merkur mađur. Hann er einn ţeirra sem kom Húsavík á kortiđ međ hvalaskođun, hann var framkvćmdastjóri Markađsstofu Norđurlands, og er ábyggilega enn ađ ţó ég viti ekki hvar. Ţjóđin ţarf á forkum eins og Ásbirni en ţar međ er ekki sagt ađ hún ţurfi ađ vera sammála manninum.

Í grein í Morgunblađinu í morgun mćrir Ásbjörn glápgjöldin og vill staka upp almennan skatt á erlenda ferđamenn og kallar slíkt „náttúrupassa“. Óneitanlega fallegra orđ og vinsamlegra en glápgjald eđa skattheimta. Ekkert skil ég í Ásbirni ađ halda ţví fram ađ ekkert fé sé til ţeirra hluta sem hann rćđir um nema ţá ađeins ađ hann sé einn af ţessum sem hafa pólitískan áhuga á aukinni skattheimtu.

Ríkissjóđur stórgrćđir 

Stađan er einfaldlega sú ađ ríkissjóđur hefur gríđarlegar tekjur af ferđaţjónustunni. Reikna má međ ţví ađ ţessar tekjur séu árlega eitthvađ undir 100 milljörđum króna. 

Hvađ á ađ gera viđ tekjur ríkissjóđs af ferđamönnum? Jú, auđvitađ á ađ nota ţćr á sama hátt og ađrar tekjur. Ţetta rennur allt í eina hít sem misgáfulegir stjórnmálamenn úthluta svo í margvísleg verkefni. Ţannig er ţađ nú bara. 

Vćri nú ekki gáfulegra ađ hćtta ađ láta sem svo ađ ţjóđin hafi ekki efni á ađ vinna ađ ferđaţjónustunni, markađsmálum hennar, uppbyggingu ferđamannastađa, forvörnum og öđru álíka. Leggjum til hliđar allar hugmyndir um glápgjöld, sértćka skattheimtu á ferđamenn. Ástćđan er einfaldlega sú ađ viđ getum ekki lagt skattinn bara á útlendinga og Íslendingar munu aldrei samţykkja slíkan skatt.

Skattleggjum nú ríkissjóđ 

Nóg fé kemur í ríkissjóđ af ferđaţjónustunni. Hćgt er ađ hugsa sér ađ fjármögnun náttúruverndarsjóđsins sem Ásbjörn talar um í grein sinni komi eingöngu úr ríkissjóđi.

Gera má einfaldan pólitíska samţykkt á Alţingi um ađ héđan í frá verđi t.d. ákveđiđ hlutfall sem reiknađ er af skatttekjum ríkissjóđ af ţeim erlendu ferđamönnum sem eru fleiri en 500 ţúsund falli til sjóđsins. Gera má ráđ fyrir ađ sjóđnum áskotnist ţannig um fimm milljarđar króna á ári og ţćr krónur hćkki eftir ţví sem ferđamönnum fjölgar.

Hćttum svo ţessari vitleysu um skattlagningu á ferđamenn, útlenda eđa erlenda, og skattleggjum ríkissjóđ um ţađ fjármagn sem hann raunverulega fćr en tregđast viđ ađ láta af hendi í ţá málaflokka sem hann engu ađ síđur ber ábyrgđ á. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband