Neysluskammtur fíkniefna verði refsilaus ... þvílíkt bull

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga níu þingmanna Samfylkingar, Hreyfingarinnar og Vinstri grænna sem felur meðal annars í sér að refsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum fíkniefna verði afnumdar.
 
Þetta segir í frétt í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni „Telja stríðið þegar tapað“ og í undirfyrirsögn: „Þingmenn leggja til að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði gerð lögleg“.
 
Með sömu rökum má leggja til að ekki verði refsað fyrir innbrot ef skaðinn er undir einhverjum tilteknum mörkum. Eða að líkamsárás sé ekki refsiverð nema bein brotni eða eitthvað álíka. Ætla ekki að hætta mér út í frekari dæmadrátt.
 
Ljóst má vera að ég er á móti því að dregið verði úr refsingum fyrir vörslu fíkniefna. Fyrst af öllu verður að horfa til þess skaða sem fíkniefni hafa neytandann. Því hefur verið haldið fram hingað til að „vægari“ fíkniefni séu engu að síður stórhættuleg því líkaminn byggi upp þol gegn þeim og þar af leiðandi leitar fíkillinn í önnur og hættulegri efni.
 
Í fréttinni er talað um að neysluskattur sé refsilaus. Hvað þýðir það? Jú, eitt stórt gat sem glæpalýður getur notað til að selja, ferja fíkniefni til neytandans. Líkast því að opna í skattalögum fyrir misfærslu með vörsluskatta.
 
Framar öllu er ég á móti fíkniefnum vegna þess að ég er faðir. Ábyrgir foreldrar eru alla tíð svo óskaplega hræddir um að börn þeirra falli fyrir því sem getur skaðað þeirra. Ég þekki til fólks, sómakærs og vandaðs, sem misstu börn sín í fíkniefni og óreglu. Ég þekki líka til fólks sem hefur neytt fíkniefna, þó ekki öðru vísi en aðrir áfengis. Þetta fólk er stórkostlega skaðað og á sér vart nokkra uppreisn gegn fíkninni.
 
Öll þrjú börnin mín komust á fullorðinsár án þess að ánetjast fíkniefnum og fyrir það er ég þakklátur. Og nú er það viðhorf uppi að neysluskammtur fíkniefna sé ekkert hættulegur. Eigum við að bjóða börnum og barnabörnum upp á þennan málflutning?
 
Skyldu þeir fimm ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna og sagt er frá í þessari tengdu frétt hafa verið skárri ökumenn en þeir sem eru fullir? 

mbl.is Fimm ökumenn undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Þessi grein þín Sigurður er því miður full af bulli.  Það er gott að börnin þín létu fíkniefni vera.  Annað hér er bara vitleysa.  Hvernig heldur þú að sölumenn fíkniefna flytji efni á milli staða, eitt gramm í einu.  Það yrðu varla mikil viðskipti.  Baráttan við fíkniefnin er töpuð, bæði á Íslandi sem annarstaðar og við verðum að fara að hugsa þessi mál öðruvísi.  Að fylla fangelsin af neytendum fíkniefna er ekki til að bæta ástandið og ég held að þú skrifir þessa grein meira sem frambjóðandi en að þú hafir minnstu þekkingu á um hvað þú ert að skrifa um

Baldinn, 25.3.2013 kl. 11:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér sýnist nú að þær athugasemdir sem þú gerir réttlæti ekki að fullyrða að pistillinn minn sé fullur af bulli. Leiðist alltaf þegar ráðist er svona á skoðanir með fullyrðingum sem eru í engu samræmi við efnið. Bið þig hér með forláts vegna skoðana minn en við erum greinilega ekki sammála.

Veistu annars hvernig sölumenn fíkniefna standa að sinni sölu. Eru þeir með allan lagerinn innan á sér eða einn skammt í einu?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2013 kl. 11:30

3 Smámynd: Baldinn

Maður sem líkir þessu saman við innbrotsþjóf sem ekki stelur mikklu og ofbeldismann sem ekki brýtur bein hefur ekki mikið vit á málaflokknum.  Ég stend við þau orð þangað til annað kemur í ljós

Baldinn, 25.3.2013 kl. 15:27

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú tapar ekkert á því að sýna kurteisi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2013 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband