Með kveðju á Everest

Gangi þeim Guðmundir og Ingólfi vel í ferð sinni á Everest. Auðvitað dauðöfundar maður þessa gæja sem láta verða að því sem sumir leyfa sér aðeins að hugsa um alla æfi. 

Grínlaust, þetta er sú ferð sem flesta fjallamenn dreymir um en fæstir leggja í. Hvort tveggja er að ferðin er óhemju dýr, ekki aðeins kostar útbúnaðurinn sitt, heldur líka ferðin öll, aðgangurinn og leiðsögnin.

Vissulega eru menn á þessum aldrei engin unglömb en það er nú einmitt kosturinn. Þeir hafa væntanlega yfir að ráða reynslu, yfirvegun og þekkingu sem fæst eftir því sem aldurinn færist yfir.

Svo er það þannig að nútímamaðurinn er hraustur og sterkur, hann hefur ekki ofgert sér eins og margir forfeðra okkar gerðu í brauðstriti sínu. Með nokkrum sanni má segja að margur fimmtugur maðurinn sé ábyggilega hraustur eins þeir sem eru fimmtán eða tuttugu ára yngri.

Ef einhver er að pæla í myndinni af þeim félögum þá er ég næstum viss um að hún sé tekin ofarlega í Þverfellshorni í Esju um klukkan 12:30 á laugardegi eða sunnudegi fyrir um viku. 


mbl.is Á réttum aldri fyrir Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband