Landsbyggðin mætir alltaf afgangi

Öllu skal nú breytt og ekkert vera eins og fyrrum. Forn og góð heiti eins og hreppar þykja ekki lengur nógu fín. Miklu virðulegra að heita sveitarfélag, byggð eða eitthvað álíka. Sýslur eru að hverfa sem og sýslumenn. Allt miðast við miðstýringuna úr Reykjavík. 

Miðstýringin er orðin miklu auðveldari en áður fyrr. Nú er samgöngukerfið orðið svo gott að engu munar að aka frá Akureyri eða Höfn til Reykjavíkur.

Lögreglumenn eiga að vera í Reykjavík eða búsettir í stærri bæjum á landsbyggðinni. Sé þörf á fleiri lögreglumönnum vegna einhverra uppákoma úti á landi eru lögreglumenn sendir frá Reykjavík og rukkað fyrir „þjónustuna“. 

Heilbrigðiskerfið miðast smám saman við Reykjavík enda er réttlæting fyrir nýju sjúkrahúsbyggingunni sú að helst starfi enginn læknir á landsbyggðinni og þar skuli aðeins sinnt þjónustu í gegnum Skype.

Vegakerfið er þannig að ekki er hugað að fólki heldur fjölda. Þannig er viðhorfið slíkt að ekki þurfi að ryðja snjó af vegum í Strandasýslu vegna þess að þar búa svo fáir. Engin ástæða er talin á því að gera göngu í gegnum Súðavíkurhlíð af því að ... tja, bara. Þess í stað er farið í Vaðlaheiðargöng þó þar þörfin þar sé ekki nánda nærri eins brýn eins og fyrir Súðvíkinga. Eða hvað með ný göng undir Oddskarð? 

Landsbyggðin á bara að mæta afgangi. Engu skiptir að við búum í stóru landi. Þess vegna er líklega farsælast, fyrst við erum svona blönk, að allir flytjist á suðvesturhornið. 

 

 


mbl.is Staðsetning sýslumanna og lögreglustjóra ákveðin síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband