27 aðildarsamningar að ESB eru ekki til

Fréttin um að írski aðstoðarforsætisráðherrann Ean Gilmore setur niður í við Breta er dálítið athyglisverð. Sérstaklega eftirfarandi hluti úr viðtalinu sem mbl.is birtir:

Forseti Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, sem mun heimsækja Dublin á morgun, hefur sagt Bretum að þeir geti ekki bara valið það besta út úr samstarfinu innan ESB.

Gilmore ítrekaði „að það sama yrði yfir öll aðildarríki að ganga.“

„Þetta mun ekki ganga upp ef við höfum 26 til 27 mismunandi útgáfur af aðild,“ sagði hann.

Þetta er nú í hnotskurn ástæðan fyrir því að við inngöngu Íslands í Evrópusambandið farið í aðlögunarviðræður, ekki samningaviðræður. Verið er að ganga úr skugga um að sú útgáfa að aðild Íslands að ESB verði eins og hinar tuttugu og sjö útgáfurnar.

Segi einhver að verið sé að semja við ESB um aðild þá er sá hinn sami að fara með rangt mál, annað hvort veit hann ekki betur eða hann einfaldlega skrökvar. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að það er bara einn Lissabonsáttmáli og undir allt í honum undirgangast sambandsríki ESB.

Einfaldara getur það ekki verið. Að minnsta kosti ætlar ESB ekki að flækja málin út af umsókn Íslands. 


mbl.is „Geta ekki valið það besta úr ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

ESB býður ekki upp á annað en aðlögunarviðræður.  Þetta kemur fram í upplýsingabæklingi ESB um stækkun sambandsins.  Þeir benda meira segja á að orðið "negotiations" sé beinlínis misvísandi.  Kíkið á blaðsíðu 9 í skjalinu þar sem þennan texta er að finna:

"The term  “negotiation” can be misleading.
Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the  acquis, French for  “that which has been agreed”) are not negotiable."

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.1.2013 kl. 05:39

2 identicon

Held nú að það sem Gilmore sé að segja þarna sé að Bretar geti ekki bara valið og hafnað því sem þeim hentar úr samstarfinu.. Eins og t.d. vera hluti af tolla og vask bandalaginu en hafna svo t.d. einhverjum hlutum fjórfrelsisins.... en ég sé svosem hvernig hægt er að gera sér mat úr því að snúa út úr þessu.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 11:18

3 identicon

Svo má alveg halda því til haga að hvert ríki gerir sinn aðildarsamning og þeir eru langt frá því að vera allir eins....

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband