Svisslendingurinn er ekki kínverskur

Eins gott að Sviss er ekki í Kína og Tomas Seiz ekki Kínverji. Annars hefði nú allt sprungið í loft upp í Eyjafirði, ríkisstjórnin sett nefnd í málið, þjóðlegir Íslendingar skrifað lærðar greinar um það hversu hættulegt það er að útlendingar eignist eitthvað hér á landi.

Tómas er hins vegar ekki kínverskur, hann ásælist ekki helstu þjóðargersemar Íslendinga eins og Grímsstaði á Fjöllum. Bara einhverja ómerkilegar eignir við Eyjafjörð. Það er nú allt í lagi.

Svona þversagnakenndir og þverir erum við Íslendingar að einum útlendingi leyfist það sem öðrum er bannað. 


mbl.is 800 milljóna fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ekki rétt hjá þér Sigurður. Sprengingin hefði orðið fyrir sunnan. Rembingurinn og stjórnsemin þar eykst eftir því sem framkvæmda vilji er austar er á landinu. T.d. kom ekki til greina að kapalverksmiðja væri staðsett á Seiðisfirði.

Snorri Hansson, 9.1.2013 kl. 13:13

2 Smámynd: Snorri Hansson

Afsakið einu er of mikið

Snorri Hansson, 9.1.2013 kl. 13:15

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Svisslendingurinn er á eigin vegum, ekki verkfæri stjórnvalda eins og maðurinn úr kínverska áróðursmálaráðuneytinu. Sviss er helmingi minna en Ísland með fáeinar milljónir íbúa sem ekki gagna með heimsvaldahugmyndir. Kína hefur eitt þúsund og fimmhundruð milljónir manna sem vantar landrými. Það er út í hött að bera þetta saman.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2013 kl. 16:35

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við erum eiginlega sammála, Snorri.

Vilhjálmur, það þarf dálítið meira til að sannfæra mig um að Grímsstaðamálið sé hluti af heimsvaldastefnu Kína. Hvernig sem á málið er litið er samanburðurinn fróðlegur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.1.2013 kl. 17:04

5 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Ææææiii... Siggi!

Horfðu nú (aftur?) á myndbandið með viðtalinu við Svisslendinginn og veltu svo fyrir þér hverjum þú mundir treysta betur.

Það er himinn og haf á milli þessara aðila. Annars vegar dularfullur viðskiptajöfur með loforð um æðislega peninga sem enginn skilur hvaðan koma og háleit loforð um mikla uppbyggingu sem hljóma eins og endurómur af því sem víða annars staðar hefur farið konunglega á hausinn (Gävle og Kalmar í Svíþjóð, Ungverjalandi og víðar)

Golfvöllur á Grímstöðum á Fjöllum...??? "Kommooon" eins og sagt er i sveitinni.

Orðspor sem landar hans og hann sjálfur reyndar líka (t.d. lygin um landnýtinguna í USA) hafa skilið eftir sig í sambærilegum málum gerir það nánast ómögulegt að treysta því sem þeir segja og lofa. Það hefur komið skýrt fram að þessi fyrirhuguðu landakaup hans geta mjög sennilega verið huti af svindli til að fá enn meiri lán í heimalandinu.

Hins vegar er kall sem virðist hafa lagt mikið á sig í eigin persónu og smám saman byggt upp alvöru eignir og er mjög sannfærandi þegar hann lýsir sínum aðferðum og nálgun. Viðtalið á jútjúbinu segir að því er virðist merkilega og trúverðuga sögu.

Auðvitað má fara í saumana á hvaðan hann fær féð og hvort þetta tölvudót hans sé heiðarlegt en ekki einhver falin netkláms-sendistöð til dæmis. En þangað til vel ég að taka hann fram yfir gerfilega kínverjann sem mestar líkur eru á að komi til með að svíkja allt á endanum. Kannski eftir að hafa byggt fullt af ljótum og lélegum byggingum eins og gerðist hér í Svíþjóð og lesa má um en ég nenni ekki að finna tilvitnanir. Eitthvað af þeim er til á mínu umfangslitla bloggi.

Það sem er mikilvægast: Hann er meira og minna fluttur á staðinn sjálfur, talar íslensku og borgar reikningana sína.

Svo vitnað sé í W.C. Fields (minnir mig) :

"Auðmaður... það er bara fátækur maður með peninga."

Samkvæmt þeirri skilgreiningu sýnist mér þessi Svisslendingur vera í alvörunni ríkur og vona að ég hafi rétt fyrir mér í því.

Björn Geir Leifsson, 10.1.2013 kl. 00:22

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Úbbs. Eitthvað að þegar BGL skammar mig ...!

Annars eru þeir mismunandi. Sumir heita dollarar, aðrir Evrur, nefna má kannski krónur af ýmsu tagi, jafnvel íslenskar. Handhafar þessara gjaldmiðla eru ef til vill mismunandi. Full hendi af monningum er oftast talin góð.

Enginn mun þó reisa golfvöll á Grímsstöðum, ef það gengur upp væri það bara gott. Munum að Kínverjinn átti að fá nokkra hektara við Grímsstaði og greiða fyrirfram leigu. Sveitarfélögin ætluðu að nota aurinn til að gera restina af jörðinni að fólkvangi. Er það ekki góður díll jafnvel þó Kínverjinn sé feli andlit sitt í tóbaksklúti eins og bófarnir í villta vestrinu. Margir sem þekkja hann bera honum vel söguna, þeir sem ekki þekkja hann hafa margir horn í síðu mannsins.

Ég hlusta oft á Þingeyinga og þeir eru ekki eins vitlausir og margir kunna að halda.

Enginn dregur heilindi Svisslendingsins í efa og líklega ekki ástæða til.

Annars langar mig mikið til Kína ... ganga þar á fjöll og hitta ráðamenn ...!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.1.2013 kl. 00:34

7 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Ekki skammir félagi... umbúðalaus umræða sem ég vona að mennoftúlki ekki.

Láti menn herra Nubo sanna sig og leggja fram fullbúna, raunhæfa og fyrst og fremst trúverðuga viðskiptaáætlun sem byggir á alvöru innlendu afli sem hann getur svo lagt fé í. Ég hef eftir að hafa kynnt mér það sem aðgengilegt er valið að trúa ekki á herra Núbó í þessu máli. Auðvitað bera vinir hans honum vel söguna. Það gera allir vinir auðmanna (svo lengi sem það varir) en það er einhver árans fiskifýla af þessu og við eigum að geta gert flotta hluti án þess að fá svona fjárfesta í málin. Fyrir mér snýst þetta ekki um hvort kallinn er Kínverji heldur hvort hægt sé að trúa því að hann komi til með að gera það sem hann lofar.

Björn Geir Leifsson, 10.1.2013 kl. 00:51

8 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Gleymdi að minna á máltækið um asnann klyfjaðan gulli... en það má liggja milli hluta, Vonandi kunna allir það og skilja. Góða nótt...

Björn Geir Leifsson, 10.1.2013 kl. 00:53

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, auðvitað ertu að segja mér til syndanna og það máttu. Pistillinn var þó skrifaður í nokkrum hálfkæringi en ég get svo sem virt það sem þú segir. Við hljótum að taka afstöðu. Eins og ég sagði áðan hef ég hlustað á þá Þingeyinga sem enga fyrirvara gera lengur.

Jú, ég kannast við máltækið um asnann. Veit þó að margur blankur asninn getur verið hættulegur ...

Samt langar mig til Kína ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.1.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband