Hryðjuverk við Kolviðarhól en umhverfisvernd í Heiðmörk ...

Minnt skal á, að Heiðmörk er fjölsóttasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa skv. könnunum og nemur virði Heiðmerkur til útivistar margföldu virði vatnsbóla í Heiðmörk. Slíkar hömlur á aðgengi almennings að Heiðmörk myndu  einnig mismuna íbúum gróflega, því börn, eldri borgarar og öryrkjar munu illa geta nýtt sér mörkina til náttúruskoðunar, útivistar og heilsubótar, ef þeim verður meinað að aka þangað inn í bíl.

Þetta er hárrétt hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og í raun ótrúlegt að Orkuveitan skuli ganga fram með þvílíku offorsi sem hún gerir. Skýtur þar skökku við miðað við þau umhverfishryðjuverk sem fyrirtækið hefur staðið fyrir á Kolviðarhól og Hellisheiði. 

Fyrirtækinu væri nær að krefjast aðgerða sem koma í veg fyrir hugsanleg mengunarslys í Heiðmörk og afleiðingum þeirra. Það væri hægt að gera með margvíslegum fyrirbyggjandi aðgerðum. Hitt er ekki leiðin að loka Heiðmörk fyrir almenningi. Svæðið hefur þegar öðlast vinsældir og það gengur ekki að Orkuveitan komi fram við almenning eins og við þá örfáu bústaðaeigendur sem eiga bústaði við Elliðavatn og Helluvatn.

Sannast sagna er Heiðmörk eina svæði á suðvesturlandi þar sem allir geta nýtt sér á enhvern hátt. Þar sér maður fjölskyldur á göngu eða í lautarferð, eldri borgara og fólk á besta aldri í skemmtigöngu og alls ekki óalgengt að sjá þarna fólk í hjólastól. 


mbl.is Vill áfram leyfa umferð bíla í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband