Slúður er slúður

Dag einn hitti Sókrates kunningja sinn sem hljóp til hans æstur í skapi og mælti ”Sókrates, veistu hvað ég heyrði um einn af nemendum þínum? "

„Bíddu augnablik," svaraði Sókrates. „Áður en þú segir mér það þá vil ég að þú standist smá próf. Það heitir þreföld sía.“

„Þreföld sía?“

„Það er rétt," svaraði Sókrates, „áður en þú talar við mig um nemanda minn, þá skulum við taka augnablik til að sía það sem þú ert að fara að segja. Fyrsta sían er Sannleikur. Ertu alveg viss um að það sem þú ert að segja mér sé satt?“

„Nei," svaraði kunninginn, "í raun heyrði ég bara um það og ...“

„Allt í lagi,“ sagði Sókrates. "Svo þú veist í raun ekki hvort það er satt eða ekki. Nú skulum við reyna síu númer tvö, Gæska. Ertu að fara að segja mér eitthvað jákvætt eða gott um nemanda minn?“

„Nei, þvert á móti ...“

„Svo,“ hélt Sókrates áfram, „þú vilt segja mér eitthvað slæmt um hann, jafnvel þó þú sért ekki viss um að það er satt?“

Maðurinn hikaði, dálítið vandræðalegur.

Sókrates hélt áfram. „Þú gætir enn staðist prófið þó, vegna þess að það er þriðja sían. Sían á Notagildi. Mun það sem þú vilt segja mér um nemanda minn verða gagnlegt mér?“

„Nei, eiginlega ekki.“

„Jæja,“ sagði Sókrates„ "ef það sem þú vilt segja mér er hvorki sannleikur né gott og ekki einu sinni gagnlegt mér, hvers vegna ertu yfirhöfuð að segja mér það?“

Þessa ágætu dæmisögu fann ég á ólíklegasta stað, það er á athugasemdum við pistil Egils Helgasonar á vefmiðlunum Eyjan. Efni pistilsins skiptir litlu hér en sagan er góð. Sá sem ber söguna fram heitir Indriði Þröstur Gunnlaugsson sem sagður er „virkur í athugasemdum“, hvað svo sem það nú þýðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband