Atvinnulífið er íþróttum afar mikilvægt

Stuðningur fyrirtækja við samfélag sitt er mikill á landsbyggðinni. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood hefur staðið þétt við bakið á íþróttastarfi á Sauðárkróki og átt þátt í að gera ungu fólki kleift að stunda íþróttir sínar. Sjaldan rata fréttir af fjárgjöfum fyrirtækja í landsmiðla og því kann þetta að koma mörgum á óvart. Fisk hefur líka stutt við bakið á Skagstrendingum en þaðan er frystitogarinn Arnar HU1 gerður út.

Fyrir stuttu var sagt frá vígslu íþróttahúss á Höfn í Hornafirði en Skinney-Þinganes reisti það og gaf Hornfirðingum.

Blómlegt íþróttalíf er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir hvert sveitarfélag frá uppeldislegu sjónarmiði og að þar séu keppnislið í öllum aldurshópum, hvort heldur í boltaíþróttum eða einstaklings. Þau vekja athygli á heimkynnum sínum og sanna að þar er gott að búa. Umbúnaður íþrótta á hverjum stað er ein besta auglýsing sem hvert sveitarfélag getur lagt í.

Afrekslið eru jafnvel enn meiri auglýsing og þau koma víða. Tindastóll á Sauðárkróki hefur lengi átt góð körfuboltalið og einnig ágæt knattspyrnulið. Hversu mikilvægt hefur það ekki verið fyrir samfélagið og hvílík auglýsing sem það hefur ekki verið fyrir Skagfirðinga?

Sterk handknattleikslið og knattspyrnulið koma frá Akureyri sem oft hafa komið með stóra titla í hús og þjálfarar og leikmenn úr báðum greinum hafa gjörbreytt íþróttunum til hins betra. Í Stykkishólmi eru mikil afrekslið í körfubolta, karlaliðið hefur orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari. Þar var á árum áður gríðarlega góðir badmintonspilarar og unnu meistaratitla oft og mörgum sinnum. Í Ólafsvík er gott knattspyrnulið og þaðan hafa komið góðir knattspyrnumenn sem sett hafa svip sinn á leik margra annarra liða. Á Selfossi hefur handbolti og fótbolti vaxið mikið og í orðsins fyllstu merkingu spilað önnur og veraldarvanari lið oft á tíðum upp úr skónum. Fleiri staði má nefna, t.d. Blönduós, Borgarnes, Siglufjörð, Ísafjörð og Bolungarvík.

Sindri á Höfn í Hornafirði var lengi ofarlega í annarri deild í fótbolta og hver veit nema nýja íþróttahúsið muni gjörbreyta stöðunni. 

Stuðningur atvinnulífsins skiptir gríðarlegu máli fyrir alla þessa staði og það virðist standa undir væntingum. 


mbl.is Gáfu Tindastóli Mercedes-Benz-rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband