Samfylkingin horast en dótturflokkurinn vex og dafnar

Formaður Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, vakti athygli á dótturflokkinum í Kryddsíldarþætti Stöðvar2 á gamlársdag. Auglýsingin á dótturflokknum og kynningin sem fylgdi var svo gapandi hreinskilin að hlustendum féllust eiginlega hendur með kjálkann niðri á bringu.

Í raun og veru hefur það aldrei gerst í íslenskum stjónrmálum að stór stjórnmálaflokkur hafi bent óánægðum flokksmönnum sínum og kjósendum á að þeir þurfi ekki að kjósa sig heldur geti farið vist á hjáleigunni. Þetta gerði Jóhanna nú engu að síður og hefur hún hvorki fyrr né síðar verið talin hreinskilnari en í þessum þætti.

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á þetta í vef sínum www.t24.is í dag. Hann segir:

Í Kryddsíld Stöðvar 2 hélt Jóhanna Sigurðardóttir því fram að lítill sem enginn munur væri á Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Guðmundur mótmælti ekki. Engum dettur í hug að mótmæla slíkri fullyrðingu. Þjóðarpúls Capacent Gallups bendir til að Björt framtíð [BF] Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins, sé á siglingu. Það er stígandi í fylgi hins nýja flokks. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi gæti BF orðið stærri en Vinstri grænir í komandi kosningum og fengið allt að níu þingmenn kjörna. Það sem meira er, þá eru líkur á því að Samfylkingin nái betri árangri í komandi kosningum en nokkru sinni áður með útibúi sínu – Bjartri framtíð. Í síðustu kosningum fékk Samfylkingin 20 þingmenn kjörna en verði úrslit komandi þingkosninga í takt við þjóðarpúlsinn má reikna með að samtals fái Samfylking og BF 22 þingmenn.

Í sjálfu sér er þetta mjög snjallt trix hjá Samfylkingunni að stofna góðlátlegt útibú sem tekið getur við talsvert mörgum flóttamönnum. Þeir fara þá ekki til Sjálfstæðisflokksins á meðan, hugsar Jóhanna og glottir við.

Tökum svo eftir því að enginn Samfylkingarmaður hefur amast við för Róberts Marshalls, þingmanns, yfir til Bjartrar framtíðar. Yfirleitt verður allt vitlaust þegar þingmaður yfirgefur flokk og fer til annars og hann krafinn með látum og formælingum að segja af sér, annars ...

Óli Björn Kárason hefur greint stefnu þeirra dótturfélaga, Guðmundar Steingrímssonar og Róberts og kemst að því að þau mál sem þeir hafa unnið að á þingi séu svo sem góðra gjalda verð en ekki slík að gustað hafi af þeim. Frekar sem teknókratar:  

Þau þingmál sem Guðmundur og Róbert hafa beitt sér fyrir veita kjósendum litla innsýn í hugmyndafræði þeirra félaga. Þó má halda því fram að þeir séu teknókratískir, séu á því að ríkisvaldið eigi að gegna stóru hlutverki í lífi landsmanna. Báðir eru þeir Evrópusinnar og fylgjandi setningu nýrrar stjórnarskrár, eins og áður segir. 

Munum líka að báðir studdu þeir alla Icesave samninganna - það segir nú doldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband