Geimvera tekur stjórnina af Birni VG

Lýst er eftir Birni Val Gíslasyni, alþingismanni og fyrrverandi formanni þingflokksformanni Vinstri grænna. Hann er talinn hafa verið numinn á brott af geimveru og fluttur til annarra stjörnukerfa. Eigi einhver leið um á þeim slóðum er sá hinn sami beðinn um að hafa augun hjá sér.

Hér á jörðu hefur líklega geimvera tekið yfir skrokkinn á Birni Val. Þetta er rökstutt með því að vitna til eftirfarandi orða og er Björn ekki þekktur fyrir svona skoðanir en engu að síður birtust þær á bloggsíðu hans. Þarna ræða hann um meint svindl útgerðafélagsins Samherja og rannsókn Seðlabankans á því:

Ég tók mig til sl vor og kafaði aðeins ofan í þetta mál, spurði spurninga, leitaði mér upplýsinga og nýtti mér þekkingu mína. Niðurstaða mín var sú í stuttu máli að fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Samherji er stendur ekki í því að svindla á nokkrum tonnum af karfa eða bleikjutittum. Það er of mikið í húfi til að leggja fyrirtækið allt undir fyrir svo lítið. Stjórnendur fyrirtækisins eru einfaldlega ekki svo klikkaðir. Það þarf líka of margra starfsmenn með einbeittann brotavilja þvert á landamæri til að þannig svindl sé gerlegt.

Gamli góði Björn Valur telur útgerðarfyrirtæki vera ljótt auðvald sem misnoti aðstöðu sína og kvóta sinn til að svindla á íslenskri alþýðu. Og hann myndi aldrei taka afstöðu með íslensku fyrirtæki, síst af öllu Samherja. Fáheyrt er að þingmaður VG „kafi ofan í mál“ eins og geimveran orðar það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband