Hefði ríkisstjórnin átt að skattleggja flugeldasölu?

Ríkisstjórn vinstri manna og norrænnar velferðar missti af gullnu tækifæri til að skattleggja innflutning áramótaflugelda. Rökstuðningurinn gæti verið til dæmis sá að flugeldar væru bara tómt rugl og eyðsla á takmörkuðum gjaldeyri. Einnig væri hægt að halda því fram að þeim sköpuðu ekkert annað en mengun og væru í þokkabót stórhættulegir almenningi.

Miðað við allt hefði ríkissjóður getað hagnast um tvo milljarða króna á skattlagningunni. Tekjunum hefði verið hægt að verja í tækjakaup á Landspítalanum ...

Svo er það allt annað mál hvort skattlagningin hefði yfirleitt skilað sér í kassann. Myndi ekki almenningur einfaldleg hætta að kaupa flugelda ef verðið væri of hátt. Á móti gæti ríkisstjórnin borið höfuðið hátt og fullyrt að markmið skattlagningarnar hafi náðst, miklu minni eða engin svifryksmengun hafi á gamlaárskvöld og nýársnótt. 

En nú er tækifærið farið forgörðum. Næst væri eflaust hægt að setja á þorramatarskatt fyrir þorrablótin, saltskatt fyrir sprengidag, bolluskatt fyrir bolludag og páskaeggjaskatt fyrir páska. Slíkur neysluskattur gæti skilað ótrúlega mörgum aurum í ríkissjóð.

Nú, ef peningurinn skilar sér ekki er hægt að fullyrða með einhvers konar tölfræði að skatturinn hafi bjargað fullt af fólki frá bráðum bana eða veikindum. 

Svona gæti verið gaman að vera í ríkisstjórn og leika sér og alltaf haft rétt fyrir sér, hversu illa sem fer í tekjuöfluninni.

 


mbl.is Útlit fyrir töluvert svifryk á nýársnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og svo mætti skattleggja "vondu" blogginn en alls ekki athugasemdir!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.12.2012 kl. 18:50

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi er reglulega góður, nafni. Velti því fyrir mér við hvaða blogg þú átt en þori varla að hugsa þá hugsun til enda ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.12.2012 kl. 20:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki réttast að skattleggja tilveru og athugasemdir öryrkjanna til jafn við alla aðra?

T.d. skattleggja athugasemdir öryrkjanna sem ekki fá vinnu á menntagráðu-kröfuharða vinnumarkaðnum, og sem nota tímann til að skrifa athugasemdir?

Það hljóta flestir að skilja, að öryrkjar með skerta starfsorku og takmarkaða menntun, fá ekki vinnu, þegar óskað er eftir duglegu fólki í  verkakvenna/manna-vinnu, á launum undir framfærsluviðmiðum! Grunnskólapróf er ekki tekið gilt hjá þrælahöldurunum!

Það væri mjög gott fyrir mjög marga, að fá vitræna umfjöllun um staðreyndir mála, án þess að hæðast að þeim sem ekki passa inn í þrælamyndina stjórnsýslu-samþykktu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband