Eftirsjá af Lilju

Pólitískt er ég ekki ósammála Lilju Mósesdóttur, þingmanni, í afar mörgu, en ég virði hana mikils. Ég held að hún sé hugsjónamaður og eldhugi. Við þurfum slíkt fólk á þingi.

Hún hefur sýnst vera dugandi baráttumaður gegn óréttlæti og henni var stórlega misboðið í flokki Vinstri grænna sem sveik grundvallarloforð sem hann hafði gefið almenning í landinu. Í kjölfarið yfirgaf hún flokkinn og það var mikinn kjark til slíks.

Mér þótti það léleg pólitík hjá Lilju að gefa ekki kost á sér sem formann í þeim flokki er hún stofnaði. Fyrir vikið virðist hann vera að hjaðna niður. Gefi hún ekki kost á sér í næstu kosningum er ég sannfærður um að hann nái ekki því flugi sem hann þarf til að koma inn þingmanni. Aðrir innan flokksins eru einfaldlega ekki nógu þekkir og hafa ekki þá aðstöðu til að geta vakið athygli. Það getur sitjandi þingmaður eins og Lilja. 


mbl.is Gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Góðan dag, ég er sammála þér Sigurður það væri mikil eftirsjá í Lilju hún er ein af mjög fáum sem ver heimilin og talar fyrir því að við látum vogunarsjóðina fá peninginn sinn í íslenskum krónum sem er það eina rétta.

Sandy, 22.12.2012 kl. 12:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samstaða á hverfandi möguleika að ná þingmanni inn - bæði eftir Sigga Storm málið og nú þegar hún sjálf er hætt.

Óðinn Þórisson, 22.12.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband