Björn Valur í fýlu við Moggann

Björn Valur telur ekki að afhroð flokksins og hans sjálfs hafi neitt að gera með svik í ESB-málinu, framgöngu í Icesave, gjöf á tveimur bönkum til háskalegustu hákarlasjóða heimsins, svo fátt eitt sé nefnt og öðru sleppt, eins og meðferðinni á sparisjóðakerfinu.
 
Þetta er allt öðrum að kenna, þessum:
 
Þú getur flett Morgunblaðinu langt aftur í tímann og þú finnur enga gagnrýna forsíðufrétt um neitt annað en núverandi stjórnvöld. Þú stendur aldrei öðruvísi upp frá Morgunblaðinu en dæsandi og tautandi um að þetta sé nú meira ástandið! Ég er sjálfur löngu hættur að tala við Morgunblaðið, ég hef allt annað og betra með tímann að gera en ræða við þá og vil helst ekki sjá nafn mitt á síðum blaðsins.
 
Ofangreint er úr Staksteinum, þeim stórskemmtilega dálki Morgunblaðsins, í dag. Og eftir að höfundur hefur vitnað til ofangreindra orða Björns Vals Gíslasonar, fráfarandi alþingismanns Vinstri grænna og burtfarinn formann þingflokksins, spyr hann einfaldrar spurningar: 

Hvernig fara menn að þegar Björn Valur talar ekki við þá?
 
Og þá hló ég rosalega enda liggur svarið í augum uppi ... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Vslur virðist taka sig alvarlega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2012 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband