Árni Páll er ekki uppreisnarmaður í Samfylkingunni

Ég er ekki sammála Pétri Blöndal, blaðamanni sem Pistilinn ritar í Morgunblaðinu í morgun. Hann heldur því fram að Árni Páll Árnason sé ekki leiðitamur forystunni sem endurspeglast í því að honum var vikið úr ráðherrastóli á kjörtímabilinu. 

Hann var nú nægilega leiðitamur á meðan hann gegndi ráðherraembættinu og ekkert hefur hann gagnrýnt ríkisstjórnina eða forystu Samfylkingarinnar síðan, nema kannski óvart undir rós. Síst af öllu er ástæða til að mála þá mynd af manninum að hann sé einhvers konar uppreisnarmaður innan Samfylkingarinnar. 

Heimildir mínar herma að Árna Páli hafi einfaldlega leiðst sem félagsmálaráðherra og eftirlátið aðstoðarmanni sínum störfin. Það sé einfaldlega ástæðan fyrir því að hann var látinn fara - hann stóð sig ekki nægilega vel.

Upp á síðastið hefur Árni svo unnið að formannskjöri sínu með ótal blaðagreinum. Gallinn er bara sá að þær eru óskaplega miklar langlokur og fástir nenna að lesa þær.

Sú kenning er uppi að brýn nauðsyn sé á að koma í veg fyrir að Árni Páll haldi áfram að þynna út jafnaðarstefnuna með greinaskrifum sínum og því sem eiginlega best að kjósa hann sem formann. Að öðrum kosti komist hann að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé hægri flokkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband