Hefðbundið framhjáhald eða ...

Sagt var um góðan mann sem ég þekki að hann sé ótæmandi gnótt af einskisverðum fróðleik. Þá veltir maður því fyrir sér hvort orðið standi undir hugtakinu.

Sumir halda því fram að upplýsingar í réttu samhengi geti verið mikilvægar. Stjórnmálamaður sem heldur framhjá maka sínum geti varla verið traustsins verður, er vís með að bregðast trausti kjósenda sinna fyrst hann er á annað borð kominn út á svikabrautina.

Þetta datt mér nú bara í hug út af gefnu tilefni. Ég las leiðara Morgunblaðsins í morgun og mér til mikillar undrunar fjallar hann um svona gagnslausar upplýsingar, um framhjáhald merkra manna. Byrjar á fyrirliða enska landsliðsins sem missti fyrirliðabandið fyrir þessar sakir, nefnir yfirmann CIA sem þurfti að segja af sér og farið er aftur í tímann og nefndir forsetar Bandaríkjanna og núverandi forsetafrú Frakka og fleiri gáfumenni er til talin.

Sjaldan hef ég lesið safaríkari leiðara í Morgunblaðinu en gagnsemin er engin og um tilganginn veit ég ekki, nema hann sé bara ritaður til varnaðar. Hitt þykist ég sannfærður um að nú byrja íslenskir stjórnmálaskýrendur af ýmsu tagi að leggja útaf leiðaranum og vilja áreiðanlega færa sönnur á því að höfundurinn sé undir rós að berja á íslenskum stjórnmálamanni einum eða fleirum. Þá má spyrja þessarar mikilvægu spurningar: Er leiðarhöfundur að tala um framhjáhald í hjónabandi ... eða hefur leiðarinn víðtækari bendingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband