Orðaleikur Steingríms

Orð eru eins og ryk. Þau geta byrgt sýn og sumir nota orðræðna þannig. Láttu mig fá málstað að verja og ég skal þyrla upp moldviðri svo staðreyndir sjáist svo ógreinilga að hálfsannleikur verði lygi.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegamálaráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði á aðalfundi LÍU í gær og sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun:

Við þurftum að leggja virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Af hverju? Jú, af því að hún eins og sjávarútvegurinn nýtur góðs af hagstæðu gengi krónunnar. Það eru ekki góð og gild rök fyrir því að hún borgi bara 7% virðisaukaskatt... Af hverju á að veita sérstakan skattaafslátt, svona eins og á mat og menningu, þegar forríkur Ameríkani gistir á Hótel Holti í júlí?

Þessu má auðveldlega snúa við og vörnin fyrir hækkun á virðisaukaskatti bliknar:

Við þurfum ekki að leggja virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Af hverju? Jú, þó hún, eins og sjávarútvegurinn, nýtur góðs af hagstæðu gengi krónunnar þá kann þaða aðeins að vera tímabundið. á meðan getur hún styrkt sig og fjárfest, greitt hærri laun. Virðisaukaskattsþrepin eru ekki afsláttarþrep. Fátækur Grikki á þess kost að ferðast með bakpoka sinn um landið okkar. Af hverju eigum við að gera þessu fólki erfiðara fyrir? Af hverju á að vera dýrar fyrir Íslendinga að gista í ferðum sínum um landið?

Sko, það er enginn vandi að vera Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hins vegar er það dálítið töff að vera í pólitík og standa ekki við yfirlýsta stefnu sína.

Það er dálítið hallærislegt að vaða fram og segja: Ykkur gengur svo vel að nú þarf ég að fá klípu af tekjum ykkar.

Hvar endar slíkt? Jú, það borgar sig ekki að leggja sig allan fram, maður gæti tapað á því.

Þegar allt kemur til alls er betra að setja upp skíðagleraugu þegar moldviðrið stendur yfir eða þarf alltaf að kalla til kremlarlógista þegar ráða þarf í orð ráðherra? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband