Er Steingrímur hluti af kreppunni?

Eflaust er það stórmannlegt og varla á færi nema kjarkmanna að bera sig eins og Steingrímur gerir. Hann trúir á að verk hinnar norrænu velferðarstjórnar séu þau einu réttu. Sem betur fer eru deildar skoðanir um það.

Tilraunastarfsemi ríkisstjórnarinnar með sjávarútveginn er ekki til þess fallin að styrkja Íslands ohf. Þvert á móti. Gangi það eftir sem verið er að gera mun landið tapa helstu mörkuðum sínum af þeirri ástæðu einni saman að útflytjendur geta ekki tryggt kaupendum vöruna.

Hallinn á ríkissjóði frá hruni hefur vissulega verið mikill. Eyðsla Steingríms og félaga hans hefur verið mikil þrátt fyrir þrengingarnar. Hvað með ESB aðildina og kostnað vegna breytinga á stjórnarskrá. Samanlagt hefur þetta kostað um tíu milljarða króna.

Hins vegar hefur ríkisstjórnin ekki gert neitt í því að laða hingað til lands erlendar fjárfestingar á þeim tímum sem allt er á leið til andskotans í Evrópu. Skudlastaða þjóðarinnar gæti líka verið miklu skárri ef ríkisstjórnin og meirihluti hennar á Alþingi hefði ekki gefið vogunarsjóðum Arion banka og Íslandsbanka.

Það er annars gott að Steingrímur hafi sinnt bókhaldi Íslands ofh þokkalega. Við lifum þó ekki á því einu saman eða að strjúka hverju öðru um vangana. Sókn landsins til betri lífskjara byggist á öflugum útflutningi en hvernig er ríkisstjórnin að fara með útflutningsatvinnuvegina. Skoðum ferðaþjónustuna, lítum á sjávarútveginn og jafnvel áliðnaðinn. Allir þessir aðilar eiga í vanda vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar.

Er nokkur framtíð í Steingrími eða er hann bara hluti af kreppunni?


mbl.is Komi í veg fyrir gjaldþrot Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er nú frekar augljóst að þegar tekjur fyrirtækis/einstaklings/ríkis minka eða hverfa þarf viðkomandi að fara í endurskipulagningu, minka við sig og skera burt "fitu". Í staðinn fyrir það hefur ríkið einfaldlega hækkað verðskrá sína þótt viðskiptavinurinn (almenningur) sé ánægður með það eða ekki til að fylla upp í gatið og um leið haldið ríkinu allt of stóru og núna jafnvel stærra.

Að fara að réttlæta hærri eða nýja skatta útaf hruninu er því hálf kjánalega rökfærsla þegar hugmyndafræði vinstri manna fær algjöran forgang, þ.e. stærra ríkisbatterí, meiri forræðishyggja og óþarfa eftirlit. Þótt það sé gert í nafni velferðar þá tel ég nú velferð snúast um meira en bara að hjálpa fátækum og óvinnufærum einstaklingum. Velferð ætti að ná til allra í formi betri lífsskilyrða.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 25.10.2012 kl. 14:48

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel mælt, Daníel.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.10.2012 kl. 15:12

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þið teljið semsagt, Sigurður og Daníel, að  lífskjaraskerðing eftir hrunið hafi verið öldungis óþörf og bara einhver mannvonska í vinstri mönnum.

Þórir Kjartansson, 25.10.2012 kl. 16:32

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, það voru ekki mín orð, Þórir. Hins vegar varð lífskjaraskerðing í kjölfar hrunsins. Verk hinnar norrænu velferðarstjórnar hafa ekki tekið á því, ekki vegna mannvonsku heldur miklu frekar af þekkingar- og getuleysi. Annars er lífskjaraskerðing alltaf óþörf, öldungis óþörf, eins og þú orðar það. Hef aldrei haldið því fram að mannvonska stýri gerðum stjórnmálamanna, flögrar ekki að mér, Þórir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.10.2012 kl. 16:37

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fín umræða.

Góður punktur Daníel. Það er nefnilega að stefna í mikil ríkisafskipti í gegnum sköttun og úthlutun kvóta. Er þá ekki hreinlegast að endurvekja ríkisútgerðina og svo USSR á eftir :/

Hefðu vinstrimenn haft einhverja raunverulega framtíðarsýn hefðu þeir tilkynnt stighækkandi skatta á sjávarútveg sem og ferðamannaiðnaðinn og tekið "sveifluna" á 5-6 árum.

Það hefði hægt á bata en gert hlutina viðráðanlegri, möguleikar aðlögunnar aukst og niðurskurður minnkað. Núna ætla vissir þingmenn að taka það sem þeim fannst óréttlátt (og var að vissu marki) en ætta sig illa á að enginn tekur því vel að gróði hanns sé þjóðnýttur og bregðast menn því hart við með að skera niður, segja upp fólki og í raun skapa glundroða.

Eins og sýnir sig trekk í trekk að þá eru þingmenn og starfsmenn ríkisins ekki færir um að reka ríkið eins og stórt fyrirtæki heldur reka það eins og 3.ju kynslóðar "pabbastrákur" sem heldur að sjóðirnir séu endalausir og það sé bara hægt að "taka meira annarsstaðar". Ef ríkið sýndi raunverulegan sparnað en ekki "shit-shuffle" væri bergmál atvinnulífsins jákvæðara.

Óskar Guðmundsson, 26.10.2012 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband