Snćfellsjökull rýrnar og rýrnar

930612-14

Myndin sem Haraldur Sigurđsson, eldjallafrćđingur, tók af hćstu ţúfunni á Snćfellsjökli er stórkostleg. Ég hef aldrei séđ hana svona „nakta“, hef ţó margoft gengiđ á Jökullinn.

Hér er mynd sem raunar er af pistilhöfundi og er tekin um miđjan júní 1993. Ţarna má sjá „glugga“ á Ţúfunni. Vísbending ţess sem koma skyldi.

Í byrjun tíunda áratugs síđustu aldar var ég oft fararstjóri hjá Útivist í ferđum undir Jökul og viđ gengum oft upp. Í fyrstu ferđunum gat mađur sett á sig gönguskíđin viđ ţjóđveginn og gengiđ upp. Stundum fékk mađur Tryggva Konráđsson, sem ţá rak ferđir upp á Jökul undir nafninu Snjófell, til ađ koma međ svigskíđin upp í ferđum sínum á snjótrođaranum. Ţá fékk mađur dúndurrennsli upp á nćrri ţví tíu kílómetra.

Smám saman styttist ţó rennsliđ. Tryggvi setti upp skíđalyftu undir Ţríhyrningi. Lyfturnar komu úr Hveradölum viđ Hellisheiđi. Skíđasvćđiđ entist ekki lengi ţví sífellt dró úr ákömu á jökulinn og alltaf hitnađi meira í veđri.

Núna er jökullinn krosssprunginn og erfitt ađ fara upp á hann nema um miđjan vetur.

Ţessi saga af Snćfellsjökli minnir mig á eitt skiptiđ er ég kom á Grímsfjall í júlí 1991 eftir göngu frá Kverkfjöllum og var ferđinni heitiđ í Skaftafell. Held ađ annađ hvort hafi veriđ lítil ákoma á jökulinn eđa sumariđ einstaklega heitt. Ţá var enginn snjór í kringum skála Jöklarannsóknarfélgsins og fundum viđ ýmsar „minjar“ um leiđangra á fjalliđ undanfarna áratugi. Jafnvel flöskur undan gosdrykknum Miranda sem ekki hafđi veriđ framleitt í tuttug eđa ţrjátíu ár og gamlar Pepsíflöskur. Ógetiđ skal um mannlegan úrgang sem eigendur héldu ábyggilega ađ vćri vel geymdur í jöklinum nćstu mannsaldra.  

Ćtlađi hér ađ birta nokkrar myndir af Snćfellsjökli sem ég hef tekiđ undafarna áratugi en kom bara einni inn, af hverju, veit ég ekki. 


mbl.is Ţúfan í jöklinum er íslaus
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guđrún Magnúsdóttir

Já ţađ er gaman ađ frćđast um söguna okkar og takk fyrir ţetta Sigurđur og merkileg ţessi litaafbrigđi í jarđlögunum á toppnum, annars höfum viđ ţađ er ég og fjölskyldan haft gaman ađ fara vestur og austur í steinaskođanir og tínslur og eru ţeir steinar sem viđ eigum hér heima alltaf jafn vinsćlir í skođun hjá yngri kynslóđinni ekki síđur en fullorđnum.

Fyrsta jaspissteininn okkar fundum viđ rćtur Snćfellsjökuls.

Kv.góđ

Ingibjörg Guđrún Magnúsdóttir, 29.8.2012 kl. 06:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband