Siđareglur borgarinnar brotnar

Ég er í vinnunni frá 9 til 5 og ţegar ég kem heim ţá er ég ekki kjörinn fulltrúi.“
 
Ţetta sagđi Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og formađur menningar- og ferđamálaráđs Reykjavíkurborgar í viđtali viđ Morgunblađiđ í byrjun júní á ţessu ári. Kenndi nokkurn ţótta í ţessum orđum hans. Honum ţótti fjölmiđlar óţarflega hnýsnir eftir ađ hann ţáđi ferđ til Parísar á vegum WOW air.
 
Auđvitađ gleymdi Einar Örn, viljandi eđa óviljandi, ţeirri einföldu stađreynd ađ til eru siđareglur fyrir borgarfulltrúa. Hann tók meira ađ segja sjálfur ţátt í ađ samţykkja ţćr. Borgarstjórinn, Jón Kristinsson, sá ekkert ađ ţví ađ Einar léki ţarna tveimur skjöldum af ţví ađ ţeir eru vinir ...
 
Ef til vill hefđum viđ Reykvíkingar taliđ ađ málinu vćri ţar međ lokiđ. Fjölmiđlar nenntu ekki ađ eltast viđ Einar eđa Jón. Ţó er ég viss um ađ hefđi borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins orđiđ á sömu „mistök“ hefđi veriđ pönkast í honum út yfir gröf og dauđa og máliđ aldrei gleymt.
 
Svo gerist ţađ núna fyrir stuttu, skv. dv.is, ađ Sverrir Bollason, varamađur Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingasviđi Reykjavíkurborgar, samţykkti í ţessari nefnd ađ láta kanna ţörf á gistirými í borginni fram til ársins 2030. Verkfrćđistofan VSÓ-ráđgjöf var valin til ţessa verks en Sverrir ţessi er starfsmađur hennar.
 
Ţetta heitir ađ sitja beggja vegna borđsins. Sverrir nánast pantađi ađ fá ađ vinna verkefniđ, fékk ţađ samţykkt í nefndinni og fékk síđan óbeint laun fyrir ađ vinna skýrsluna frá borginni. 
 
Nú geri ég fastlega ráđ fyrir ađ stjórnendur VSÓ viti af pólitískum störfum Sverris Bollasonar. Međ ţví ađ hleypa honum ađ skýrslugerđ um gistirými er fyrirtćkiđ komiđ á bólakaf í meinta pólitíska misbeitingum valds. Ţađ gengur alls ekki og bendir eindregiđ til ađ ţessu virđulega fyrirtćki hafi orđiđ á gríđarleg mistök. 
 
Um leiđ sýndi Sverrir Bollason af sér mikla pólitíska heimsku ađ halda ţađ ađ hann gćti komist upp međ ađ standa beggja vegna borđsins. Ţegar hann hafđi samţykkt verkefniđ hefđi hann átt ađ tilkynna yfirmönnum sínum ađ hann gćti ekki komiđ ađ verkefninu. Ţađ gerđi hann ekki. Né heldur höfđu yfirmenn hans skilning á stöđu fyrirtćkisins gagnvart borginni og Samfylkingunni. Sá dómgreindarbrestur er yfirgengilegur.
 
Heimskuleg viđbrögđ Einars Arnar Benediktssonar og skynsemisskortur Sverris Bollasonar sýna svo ekki verđur um villtst ađ ţeir eru ekki hćfir sem fulltrúar almennings í borgarstjórn og nefndum. Ţeir eiga báđir ađ segja af sér. Svo má í góđu tómi kanna hvort ađ samflokksmenn ţessara tveggja hafi ekki vitađ af brotum ţeirra á siđareglum borgarinnar en látiđ sér ţađ í léttu rúmi liggja. 
 
Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiđri grundvallarreglur góđrar stjórnsýslu í störfum sínum, ţ.m.t. gagnsćja og upplýsta ákvarđanatöku, og framkvćma ekkert ţađ sem er til ţess falliđ ađ vekja grunsemdir um ađ annađ en lögmćt og málefnaleg sjónarmiđ ráđi för viđ stjórn Reykjavíkurborgar. [úr 2. gr. siđareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg]
 
Kjörnir fulltrúar nýta sér ekki stöđu sína í ţágu einkahagsmuna sinna eđa annarra sem eru ţeim tengdir, hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eđa síđar, ţ.m.t. eftir ađ störfum fyrir
Reykjavíkurborg lýkur. [úr 4. gr. siđareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg]

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband