Auðvelt að leysa mál hælisleitenda

Skörulegur forstjóri Útlendingastofnunar, Krístín Völundardóttir, vakti athygli skömmu eftir áramótin er hún lét hafa það eftir sér að ráða þyrfti tvo starfsmenn til að gera útaf við biðlista stofnunarinnar.

Velferðarstjórnin lætur þó ekki að sér hæða. Hún hefur tileinkað sér hið versta úr bjúrókratíinu og svarar ekki beiðnum eða vísar til aðstsæðna í fjármálum. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða fólk sem bíður eftir nýjum mjaðmalið eða útlendinga sem óska eftir að fá að setjast hér að.

Auðvitað vinnur vit betur en strit. Vinstri stjórnin vill hins vegar frekar vera með „lager“ af hælisleitendum sem bíða, margir milli vonar og ótta. Það er svo ósköp gott að þykjast vera góður við minni máttar.

Þó gerðu menn sér ekki grein fyrir hliðarverkunum á þessum vanda. Sumir koma hingað í mikilli nauð vegna hræðilegra ofsókna heima fyrir. Aðrir koma hingað vegna leitar að betra lífi. Þriðji hópurinn er auðvitað til og hann er sá sem er ósköp sama hvar hann lendir, vill bara ekki vera heima. Að sjálfsögðu ber okkur skylda til að taka á móti fólki og aðstoða þá sem eru í neyð.

En ef til vill er fjórði hópurinn til en hann má ekki nefna. Gæti verið að til hans heyri fólk sem ferðast með óhreinlyndi og fer með rangt mál? Og svo auðvitast skarast þessir fjórir hópar á ýmsan hátt.

En er ekki bara hægt að verða við óskum útlendingastofnunar? Er ekki hægt að taka tvo til fjóra lögfræðinga úr stjórnsýslunni þar sem þeir eru að vinna nauðugir, viljugir að einhvers konar aðlögun íslenskrar stjórnsýslu við þá hjá ESB? Og málið leyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem vefst fyrir mér er hvers vegna þeim flóttamönnum sem hingað álpast og sækja síðan stíft að komast burt af landinu aftur, er ekki einfaldlega boðið far til baka.

Reglur Schengen eru skýrar. Hægt er að senda flóttamenn til baka til þess lands er þeir fyrst komu til á svæðinu. Ef ekki er vitað hvaða það land er, er heimilt að senda þá til þess lands er þeir síðast dvöldu í innan svæðisins.

Þeir flóttamenn sem ekki vilja vera hjá okkur og sækja stíft, eftir ólöglegum leiðum, að yfirgefa landið aftur, eiga auðvitað að fá þá meðferð sem Schengen býður upp á.

Það væri öllum aðilum til hagsbóta, flóttamaðurinn þyrfti þá ekki að dvelja lengur hér og vandi útlendingastofnunar minnkaði örlítið.

Það er spurning hvernig túlka má þau mannréttindabrot sem þessir menn verða fyrir, þegar þeim er í raum haldið föngnum í landi sem þeir kæra sig ekkert um að dvelja í!!

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband