Fíkniefni flæða inn í landið

Fréttaflutningur síðustu daga veldur dálítilli undrun hjá þeim sem fylgjast vel með. Þetta stendur uppúr:

Mikið af fíkniefnum í umferð
Lítið finnst af fíkniefnum við tollskoðun
Landamæraeftirlit ríkisins er götótt

Maður veltir því fyrir sér hvort illa sé staðið að landamæraeftirliti ríkisins, stjórnuninni sé ábótavant eða starfsfólk kærulaust. Þetta leiðir auðvitað athyglina að Schengen-samkomulaginu, hvort það sé yfirleitt þjóðinni í hag. Persónulega finnst mér ekkert eftirsóknarvert að geta sleppt því að sýna vegabréf við komuna til Evrópu ef það kostar að við þurfum að galopna landamæri okkar fyrir smygli og glæpalýð.

Eftirlit með landamærunum virðist líka vera gallað þegar hver sem er getur komist út á frísvæði og inn í flugvélar. Sé þetta svona auðvelt hvað með líkurnar á hermdarverkum? 

 


mbl.is Mikið af fíkniefnum í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afbrot og aukið ofbeldi hefur aukist eftir að Schengen opnaðist og þó sumir vilji ekki viðurkenna það er það staðreynd,og ef fram sem horfir að við förum inní þessa glæpastofnun sem kallast ESB þá verði okkur að góðu segi ég bara...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2012 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband