Pólitísk látalæti Ögmundar

Lítil frétt á mbl.is vakti athygli mína í gær. Freyja Haraldsdóttir, fötluð kona, fær ekki að fara með aðstoðarmanni í kjörklefa í forsetakosningunum. Hún verður að þiggja aðstoð frá kjörstjórn ella fær hún ekki að kjósa. Freyja segist velja síðari kostinn. Ég skil hana vel. 

Þá stendur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, upp og veifar ólmur til fjölmiðla og vill fá að komast að. Sá maður sleppir aldrei góðu tækifæri til að vekja athygli á sjálfum sér. Maðurinn telur sig umkominn að biðja fatlaða einstaklinga afsökunar að lögum hafi ekki verið breytt svo þeir geti farið í kjörklefann með aöðstoðarmanni að eigin vali. Í fjölmiðlum segist Ögmundur ætla að lagfæra þetta. 

Gott hjá manninum, hann, einn og sér er þess umkominn að breyta lögum um þessi efni. Alþingi og aðrir alþingismenn koma þar hvergi nærri.

Ögmundur Jónasson svaf á verðinum. Hann svaf sem alþingismaður og hann hefur sofið vært sem innanríkisráðherra, ekki sinnt starfskyldum sínum, er á sama báti og aðrir ráðherrar í þessari vondu ríkisstjórn.

Ögmundur veit mætavel að Sigurður Kári Kristjánsson fyrrum alþingismaður lagði margoft fram frumvörp til breytinga á kosningalögum þess efnis að fatlaðir gæti fengið að fara í kjörklefann með eigin aðstoðarmann. Mogginn segir frá þessu í frétt í morgun og getur um að Sigurður hafi lagt fram þessi frumvörp á árunum 2005, 2006 og 2010.

En Ögmundur veit ekkert um þetta, hann var sofandi, og það voru fleiri alþingismenn. Frumvörpin döguðu uppi á þinginu, fengu ekki afgreiðslu.

Núna er Ögmundur hins vegar glaðvaknaður enda telur hann sig geta vakið athygli og kannski atkvæði fyrir snöfurmannleg viðbrögð við vanda þeim sem Freyja Haraldsdóttir og fleiri eiga við að etja. Út af fyrir sig er það bara gott ef lögunum verði breytt, en drottinn minn, mann klígjar við pólitískum látalátum Ögmundar. 

Málið er að breyting á lögunum í haust gagnast engum í forsetakosningunum á laugardaginn. Eina ráðið er eins og Freyja segir sjálf í Moggafréttinni og hún á þar með rétt á því að kjósa núna:

Fyrir mér er það algjörlega augljóst að þegar lagaákvæði í almennum lögum gengur gegn mannréttindaákvæðum þá þarf það lagaákvæði að víkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband