Skrum forsetaframbjóðanda

Væri ég forseti hefði ég fyrir löngu borið mig saman við fólkið í landinu um hvort það vildi veita ákveðnum ráðherrum lausn. Þetta eru óvenjulegar aðstæður sem við glímum við í dag, og það getur þurft að taka á því með óvenjulegum lausnum, ef fólk bregst skyldum sínum og ábyrgð.

Halldór, teikn

Þetta segir forsetaframbjóðandinn Andrea Ólafsdóttir.

Ég skil alls ekki svona tal. Bera mig saman við fólkið í landinu ... Hvernig skyldi sá samanburður fara fram?

Auðvitað er þetta ekkert annað en lýðskrum, æfingar sem standast engan veginn skýringar fræðimanna á stjórnarskránni. 

Sem betur fer er frambjóðandinn ekki í nokkurri hættu að verða kjörinn. Svo er hún búin að opna bókhaldið sitt upp á gátt. Þar geta menn séð hverjir veittu henni þessar 30.000 krónur sem hún hefur fengið í styrki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara Sigurður.  En ef þig langar til að flokka forseta frambjóðendur, að þá er það mitt mat að þau séu öll hæf nema Ari Trausti. Andrea er fullkomlega hæf en það eru bara betri kostir í boði.  Herdís tildæmis er klárlega mjög fullkomin manneskja.  Sniðugir holræsa skannar hafa þó fundið galla, sem er að hún svaraði einum af þessum heila lausu háskóla blaðamönnum Íslensku og sagði akkúrat það sem passaði við spurninguna. En kjánaleg spurning kallar á svar með húmor.  

Strákurinn frá Noregi er klárlega vel vís og það sem hann sagði um sannleikan var fullkomið og mjög þarft að Íslendingar læri að hætta að hylma og segi satt.  Satt má á stundum kyrrt  liggja en ekki alltaf. Einkum og sér í lagi þegar stefnt er að ná marki til hags. Til þess að svo gerist hér uppi á Íslandi þá þarf að stofna her.  Það er bara þannig og er eingin engin goðgá.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innilitið, Hrólfur. Ég er einungis að benda á að þessi tiltekna skoðun frambjóðandans nýtur enskis stuðnings og þó svo væri myndi hún einungis verða til þess að auka á óróa og rugl í stjórnkerfinu. Nógur er vandinn fyrir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.6.2012 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband