Er K2 skattaskjól íslensk hönnun?

Skattaskjól gagnast einungis þeim sem hafa miklar tekjur og eru svo innrættir að þeir vilja ekki greiða af þeim sama skatt og þeir sem miklu minni tekjur hafa. Einhvern veginn er það samt svo að skattar eru mikið umhugsunarefni hjá allflestum þó skilningur sé fyrir því að skattar eigi að fara í samfélagsleg mál eins og heilbirgðismál, menntun og fleira.

Almennt vill fólk borga skatta en einhvers staðar liggja mörk og yfir þau vill eða getur fólk ekki farið. Þegar upp er staðið skiptir samt heimilisreikningurinn miklu meira máli en flest annað.

Það er þess vegna sem ástæða er til að skattar séu hóflegir. Þegar borgaranum ofbýður leitar hann leiða til að draga úr skattgreiðslum sínu. Eftirfarandi er til dæmis alþekkt hér á landi og algjörlega heiðarlegt. Jaðarskattarnir benda til þess að það borgi sig ekki að vinna mikið, það sem eftir stendur af yfirvinnunni fari hvort eð er að stórum hluta í skatta. Fyrir vikið er hvatningin horfin af því að meiri vinna þýðir hlutfallslega meiri skattar. Þannig er há skattlagning er til óþurftar og veldur gríðarlegu tekjutapi ríkissjóðs.

Í fréttinni um Jimmy Carr er getið um svokalla K2-skattaskjól. Fréttin er ekki nógu skilmerkileg vegna þess að hún segir ekkert um það hvers konar fyrirbrigði skattaskjólið er. Ég þurfti að gúggla það og niðurstaðan varð þessi í stuttu máli:

  • UK earners 'quit' their job
  • They then sign new employment contracts with offshore shell companies
  • The offshore companies 'rehire' their new employee to the UK but take their earnings
  • The offshore company pays the employee a much lower salary each month, but 'loans' them several thousand pounds
  • These loans can be written down as tax liabilities, thus substantially reducing tax payable to the Government
Þetta ber öll merki íslensku útrásarinnar. Allt saman tilbúningur hannaður til að villa um fyrir yfirvöldum. Hins vegar er ekkert um það sagt hvað allar þessar tilfærslur kosti Jimmi Carr.

 


mbl.is Baðst afsökunar á að nota skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband