Ætlar Mogginn að leggja moggabloggið niður?

Ég velti því núna fyrir mér hvort Morgunblaðið sé komið á þá skoðun að leggja beri niður moggabloggið. Að minnsta kosti hefur vegur þess minnkað á mbl.is og er orðið að engu í sjálfu í blaðinu.

Fyrir nokkrum árum var tekinn upp sá siður að birta ekki bloggfærslur með fréttum á vefsíðunum. Þess í stað er linkur sem lesendur þurfa að opna sérstaklega til að sjá hverjir hafi bloggað um fréttina. Þetta hefur auðvitað dregið úr lestri hjá þeim sem vilja tengja sig við fréttir.

Núna er linkurinn yfir blog.is horfinn af þeim stað á vefsíðunni sem hann hefur lengi verið, þ.e. fyrir ofan við blað dagsins. Að vísu er box á neðri hæðum vefsíðunnar þar sem vitnað er í nokkur blogg og linkar fyrir ýmsa þætti þess. 

Moggabloggið er að tapa lestri. Það er bara ekki eins og það var fyrir nokkrum árum. Ekki veit ég hversu mikið er að marka Bloggáttina (blogg.gattin.is) en af tuttugu og fimm vinsælustu bloggurunum eru aðeins eða fimm af moggablogginu.

Þar eru engu að síður margir afskaplega góðir höfundar sem leggja verulega margt gott til frétta Morgunblaðsins og þjóðfélagsumræðu og margvíslegan fróðleik. Nefna má fólk eins og Trausta Jónsson, veðurfræðing, Harald Sigurðsson, eldfjallafræðing, Einar Sveinbjörnsson, Marínó G. Njálsson, Emil H. Valgeirsson, Sigurðu H. Guðjónsson og fjölda annarra.

Þá eru þeir ekki upptaldir sem rita pólitísk blogg, menn eins og Jón Magnússon, Ómar Ragnarsson, Páll Vilhjálmsson, Ragnar Arnalds, Björn Bjarnason, Björn Val Gíslason, Einar Kr. Guðfinnsson og fleiri og fleiri.

Enn vantar fjölda mikið lesinna bloggara, toppbloggin; Áslaugu Hinriksdóttur, Ómar Geinsson, Hallgeir Jónsson, Hjördísi Vilhjálmsdóttur, Jón Baldur L'Orange, Sigurð Þorsteinsson, Jón Val Jensson og fleiri og fleiri.

Sé það stefna Morgunblaðsins að draga áfram verulega úr vægi moggabloggsins og jafnvel leggja það niður verður að segja það berum orðum. Flestir blogga vegna þess sem það hefur fram að færa og sumir vilja hafa áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Þess vegna finnst fleirum en mér það afar undarlegt að Morgunblaðið skuli ekki efla moggabloggið heldur þvert á móti vinna gegn því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; jafnan !

Sjáum til; síðuhafi góður.

Snemmsumars í fyrra; sókti ég þau heim, þau Árna Matthíasson og Soffíu Haraldsdóttur, suður að Hádegis móum - í Rauðvetninga skíri, og reifaði við Árna, möguleikann, á frekari útvíkkun blog punkts is. Soffía; griðkona Árna og hjálparhella, kom raunar lítið að orðræðunni, sökum sinna anna, en bæði voru jákvæð fremur, í okkar notenda - sem lesendanna, garð.

Mun ég; hafi ég tóm til, sækja þau heim, II. sinni, til þess að fylgja málum eftir, eins; og ég hefi helzt tök á, Sigurður.

Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband