Vélhjól valda skemmdum undir Vífilsfelli
18.5.2012 | 09:22
Akstur vélknúinna ökutækja utan vega veldur miklum skemmdum, ítrekaður akstur veldur eðlilega enn meiri skemmdum. Þannig hefur það verið vestan undir Vífisfelli. Þar hafa vélhjólamenn leyft sér að leika að búa til slóðir og leika sér í þeim.
Meðfylgjandi myndir voru teknar með sex ára millibili. Sú til vinstri var tekin í norðaustur 1. ágúst 2006 og sú til hægri núna í maí 2012. Báðar eru teknar nokkrun vegin á sama stað, vestan undir Vífilsfelli, til móts við tvö gil sem ganga upp í fjallgarðinn.
Aukin umferð vélhjólafólks hefur greinilega aukið við landskemmdir, breikkað hjólastíginn og er hann víða orðinn tvöfaldur.
Nokkurn veginn á sama stað tók ég myndir í suðvestur. Sú til hægri er tekin 2006 eins og áður sagði og sú síðari núna í maí.
Á myndinni til hægri er vélhjólaslóðinn orðinn þrefaldur.
Ég veit ekki til þess að heimilt sé að fara um þetta land á vélhjólum en utan við Jósefsdal er svæðiu þar sem hjólamenn hafa til æfinga. Það er talsvert stór og mikið notað.
Á skilti þar stendur: Akið aldrei utan merktra brauta. Hins vegar segir ekki að akstur utan vega sem bannaður. Ástæðulaust er þó að gera ráð fyrir að vélhjólamenn frá þessum stundi utanvegaakstur.
Að lokum er hér loftmynd sem tekin er af vef ja.is en þar er Samsýn með mjög góðar myndir og kort af landinu. Loftmyndin er af þessu svæði sem hinar fjórar myndirnar eru teknar og er vélhjólaslóðin mjög greinileg. Samkvæmt umlýsingum frá Samsýn ehf. var loftmyndin tekin 2006.
Ég er með fleiri myndir frá þessu svæði þar en læt þetta duga í bili. Það sem mér gremst er að ekki aðeins vélhjólamenn eru þarna utan vega heldur hafa fjórhjólamenn tekið að aka þarna eftir gömlum og yfirgefnum vegum sem öllu jöfnu ættu að vera lokaðir því hlutverki þeirra er fyrir longu lokið.
Þetta eru slóðir sem liggja að gömlum og aflögðum malarnámum.
En menn hafa ekki látið þar við sitja heldur aka milli Rauðhnúka og Bláfjalla og því sem næst inn að skíða svæðum. ekki veit ég hverjir eru á þessum fjórhjólum á myndinni sem tekin er á þessu svæði. Hef þó trú að þeir séu á vegum einhverra fjórhjólafyrirtækja sem gera út á þessar slóðir.
Mikilvægast er þarna að skilgreina hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að skilgreina þá vegi sem eru opnir, það sé reglan, ekki að slóð eða gamall vegur veiti ótakmarkaða heimild til akstur án tillits til umhverfisins.
Sífellt bætist í svöðusárin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.