Góð ákvörðun hjá Símanum

Það verður nú að segjast eins og er að ákvörðun Símans um að setja þrepaskipt þak á gagnanotkun viðskiptavina sinna erlendis ber vott um óvænta umhyggju. Staðreyndin er einfaldlega sú að í flestum símum eru forrit sem sækja sér gagna í gegnum 3G kerfið hvort sem eigandi símans vill það eða ekki og vefnotkunin er hrikalega dýr. Nema auðvitað að eigandinn sé svo forsjáll að loka fyrir umrædda gagnasöfnun og nýt sér ekki 3G fyrir netið.

Dæmi eru um að fólk komi heim með gríðarlega háa reikninga eftir ferð til útlanda. Ástæðan er ofangreind og þá skiptir mestu að gagnasöfnun símans fer eins og símtalið, fyrst heim til Íslands og síðan ef til vill til Bandaríkjanna þar sem uppruni forritsins, appsins, er.

Gleðin yfir fullkomnum og skemmtilegum síma kárnar oft á tíðum þegar reikningurinn fyrir notkun hans berst. Þess vegna ber að fagna þessu frumkvæði Símans enda bara ágætt að vera í viðskiptum við hann.

Þær kröfur munu án efa vaxa að álögur símafyrirtækja vegna forrita verði lækkaðar. Það er auðvitað ekki nokkur hemja að fá til dæmis 30.000 króna símreikning og þar af séu gjöld vegna hringinga aðeins 7.000 krónur. Þetta er því miður mjög algengt, jafnvel hér á landi. Mismunurinn eru fyrir netnotkun og annars smáræðis ...


mbl.is Setja þak á gagnanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband