Hva, ekkert að gerast í Kötlu?

111130 SkjálftarJar#A2340C

Um daginn kvartaði ég óvart undan skorti á jarðskjálftum í Mýrdalsjökli.  Og enn virðist ekkert að gerast þarna utan tvö hikst sem varla geta flokkast undir jarðskjálfta.

Vinstra megin er jarðskjálftakortið eins og það er núna. Kortið hægra megin sýnir stöðuna frá því fyrir hálfum mánuði.

Þetta gengur auðvitað ekki. Búið var að lofa eldgosi en efndirnar eru engar. Komu þó að málum allir fjölmiðlar, flestar vefsíður, jarðfræðingar, leikmenn og draumspakir kallar og kellingar.

Þeir allra spökust, fróðir og vel lesnir menn eins og ég, spáðu gosi þegar tæki að hausta því þá væri minnst fargið á jöklinum. Sá tími er örugglega liðinn og nú er kominn vetur og nokkur kíló farin að bætast á Kötlu því væntanlega snjóar þar eins og annars staðar.

Ég heimta svör. Hver stendur á bak við alla þessa umræðu um eldgos í Mýrdalsjökli? Vinsamlegast ekki nefna Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þó hann sé í haust talinn ábyrgðarmaður fyrir öllu því sem miður fer hér á landi ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ýmsir og allskonar miðlar hafa verið að ýta undir væntingar um yfirvofandi Kötlugos og því verða sumir fyrir vonbrigðum þegar jarðfræðingar þora ekki að lýsa afdráttarlaust yfir að eldgos sé yfirvofandi. Enginn veit í rauninni neitt og sennilega þarf skýrari merki til þess að hægt sé að segja að gos sé yfirvofandi. Sjálfum finnst mér Katla líklegust allra eldstöðva hér á landi til að gjósa. Það kæmi mér ekki á óvart að það yrði í vor sem væri út af fyrir sig slæm tímasetning. En næsta Kötlugos gæti svo sem líka orðið eftir nokkra áratugi.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.11.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband