Því miður, þetta skiptir svo ákaflega litlu

Enn og aftur er brugðist við atvinnuleysi með aðgerðum sem draga ekki úr fjölda atvinnulausra. Með fullri virðingu fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun þá skapar samstarfssamningur þessara stofnana ekki nein atvinnutækifæri. Hugsanlega til lengri tíma litið en ekki strax.

Ég þori að fullyrða að 90% þeirra sem ertu atvinnulausir eru í brýnni þörf fyrir launum til framfærslu. Verkefni við þróun viðskiptatækifæra gerir það ekki.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forveri hennar og atvinnuráðgjafar um allt land hafa í langan tíma boðið upp á aðstoð við gerð viðskiptaáætlana.

Atvinnulaust fólk vill einfaldlega atvinnu. Fæst af því getur staðið undir þeim kostnaði sem uppbygging eigin atvinnutækifæra í mörgum tilfellum krefst. Og það er hrikalega erfitt hægt á þeim „bótum“ sem fást frá VMS. Ólíklegt er að atvinnulaus maður fái nauðsynlega fyrirgreiðslu í bönkum til að stofna til eigin reksturs nema hann hafi ákveðið hlutfall eigin fjár og veð fyrir láni.

Með ofangreindu er ég síst af öllu að agnúast út í framtak Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar.

Vandamálið er djúpstæðara og alvarlegra. Það einfaldlega að því umhverfi sem almenningi og fyrirtækjum er skapað af ríkisstjórn og fjármagnsstofnunum.  

 


mbl.is Nýtt úrræði fyrir atvinnulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Rétt athugað hjá þér Sigurður, atvinnulaus maður hefur engin tök eða fjármagn í það að stofna og setja á laggirnar nýtt fyrirtæki. Sjálfur hef ég fullt af hugmyndum tengdar netinu en bankinn hirðir bæturnar mínar, svo þær falla um sig sjálfar, allar mínar hugmyndir.

Dexter Morgan, 1.9.2011 kl. 15:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég þykist þess fullviss að ef þú fengir atvinnuleysisbætur, viðbótarframlag frá Vms til verkefnisins aðstoð frá Nýsköpunarsjóði og skynsamlega aðstoð frá banka þá myndirðu reyna að láta hugmyndir þínar rætast. En ég get ekki séð það gerast ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.9.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Að setja góða viðskiptahugmynd í úlfskjaft er það góð viðskiptahugmynd.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 1.9.2011 kl. 20:43

4 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sammála og aftur sammála.

Þarna er kerfið að fá peninga til að viðhalda sjálfumsér. Þeir eru að fá pening til að hjálpa við stofnun fyrirtækja. En svo þegar handleiðslan er búinn þá geturþú sett hugmyndina upp á hillu.

Þú þarft að búa úti á landi til að fá styrk og vera kona. 

ÉG skoðaði Nýsköðunarmiðstöð og talaði þar við fyrirtæki sem er búið að vera þar í handleiðslu.  í 8 ár.  Svo spurði ég hvernig hann hefði fjármagnað málið. Sko.......

Nýsköpunarmiðstöð átti 50% af Fyrirtækinu núna og hann 30%. Aðrir fjárfestar 20.

Nú heita þessir miljónir hjálp við atvinnulausta. og það gerir mig brjálaða. Þær ættu að heita aukafjárveiting í kerfið.

Það kostar 2 miljónir að stofna fyrirtæki sem gerir eitthvað af gagni. Ef þú hefur verið atvinnulaus í 2 ár áttu ekki eftir þann pening.

Matthildur Jóhannsdóttir, 2.9.2011 kl. 13:24

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir þessa reynslusögu, Matthildur. Var nú hálfpartinn að vona að fá athugasemdir um hið gagnstæða, jákvæðar reynslusögur. Það er rétt hjá þér, sá sem er atvinnulaus verður eðli máls vegna smám saman peningalaus.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.9.2011 kl. 13:29

6 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Siggi minn það kom að því að við værum kór-sammála.

Matthildur Jóhannsdóttir, 2.9.2011 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband